Öflug skjálftahrina nærri Grindavík Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 22:30 Fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. vísir/vilhelm Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Einnig hafa fundist þó nokkrir eftirskjálftar á svæðinu. Engin merki sjást um gosóróa að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Annar skjálfti mældist klukkan 22:22 að stærð 4,0 og sá þriðji mældist 21:45 sem var 3,4 að stærð. Upptök þeirra eru fjórir til fimm kílómetrar norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu og hafa tilkynningar um skjálftann borist Veðurstofunni frá höfuðborgarsvæðinu og allt norður að Akranesi. Um er að ræða stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu frá því að skjálftahrina hófst þar 21. janúar síðastliðinn. Talsverð eftirskjálftavirkni er á svæðinu og búast má við að hún haldi eitthvað áfram. Áframhaldandi jarðskjálftavirkni hefur mælst í nágrenni við Grindavík í dag og kvöld en smá hrina hófst rétt fyrir hádegi þar sem að stærsti skjálftinn mældist 2,5 að stærð kl. 11:17. Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust einnig nærri Grindavík á miðvikudag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu og að áfram finnist stærstu skjálftarnir í hrinunni í grennd við Grindavík. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:22. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06 Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43 Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Einnig hafa fundist þó nokkrir eftirskjálftar á svæðinu. Engin merki sjást um gosóróa að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Annar skjálfti mældist klukkan 22:22 að stærð 4,0 og sá þriðji mældist 21:45 sem var 3,4 að stærð. Upptök þeirra eru fjórir til fimm kílómetrar norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu og hafa tilkynningar um skjálftann borist Veðurstofunni frá höfuðborgarsvæðinu og allt norður að Akranesi. Um er að ræða stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu frá því að skjálftahrina hófst þar 21. janúar síðastliðinn. Talsverð eftirskjálftavirkni er á svæðinu og búast má við að hún haldi eitthvað áfram. Áframhaldandi jarðskjálftavirkni hefur mælst í nágrenni við Grindavík í dag og kvöld en smá hrina hófst rétt fyrir hádegi þar sem að stærsti skjálftinn mældist 2,5 að stærð kl. 11:17. Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust einnig nærri Grindavík á miðvikudag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu og að áfram finnist stærstu skjálftarnir í hrinunni í grennd við Grindavík. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:22.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06 Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43 Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06
Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43
Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56