Indland ætlar að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:13 Narendra Modi forsætisráðhera Indlands kynnir nýjar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu og afleiðingum kórónuveirunnar. EPA-EFE/PRESS INFORMATION BUREAU Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu. Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið. Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar. Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum. Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu. Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið. Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar. Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum. Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56