Evra talaði eins og margir stuðningsmenn Man. United hugsa eflaust í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 22:30 Patrice Evra með Sir Alex Ferguson og enska meistaratitilinn. Getty/ Matthew Peters Það er ekki gott að vera stuðningsmaður Manchester United í dag eftir að liðið lenti 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool með því að tapa á Anfield í gær. Það er eitt að vera þrjátíu stigum frá toppsæti deildarinnar en það er annað að horfa upp á erkifjendur sína vera að rúlla upp ensku úrvalsdeildinni. Patrice Evra er enn harður stuðningsmaður félagsins en Frakkinn lék með Manchester United í átta ár frá 2006 til 2015 og varð fimm sinnum enskur meistari á tíma sínum á Old Trafford. Á tíma hans með Manchester United vann félagið enska titilinn í sextánda (2007), sautjánda (2008), átjánda (2009), nítjánda (2011) og tuttugasta (2013) skiptið og tók þar með efsta sætið af Liverpool sem sigursælasta félagið í sögu efstu deildar á Englandi. Patrice Evra is every Manchester United fan. pic.twitter.com/l5cpI5gp4A— ESPN FC (@ESPNFC) January 19, 2020 Liverpool vann sinn átjánda meistaratitil vorið 1990 en hefur ekki unnið hann síðan þá. Biðin hefur verið löng og erfið fyrir stuðningsmenn Liverpool en þeim mun skemmtilegri fyrir kollega þeirra í Manchester United. Þegar Liverpool vann ellefu meistaratitla á árunum 1973 til 1990 þá vann Manchester United engan og stuðningsmenn liðsins þurftu eflaust að þola háðsglósur. Þetta snerist við á síðustu þrjátíu árum. Nú óttast margir stuðningsmenn Manchester United viðbrögð kollega þeirra í stuðningsmannasveit Liverpool þegar titilinn fer loksins á loft á Anfield. Nokkur klúður á lokasprettinum á síðustu árum hafa lengt biðina en Liverpool liðið getur varla klúðrað titlinum úr þessu. Patrice Evra talaði því á Sky Sports í gær eins og margir stuðningsmenn Man. United hugsa eflaust í dag. Hvernig verða fyrstu fimm mánuðirnir eftir að Liverpool verðir loksins enskur meistari og minnkar forskot United á titlalistanum aftur í einn titil? Það má búast við því að United menn fá eitthvað að heyra af því á samfélagsmiðlum sem og í daglegu tali. Enski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Það er ekki gott að vera stuðningsmaður Manchester United í dag eftir að liðið lenti 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool með því að tapa á Anfield í gær. Það er eitt að vera þrjátíu stigum frá toppsæti deildarinnar en það er annað að horfa upp á erkifjendur sína vera að rúlla upp ensku úrvalsdeildinni. Patrice Evra er enn harður stuðningsmaður félagsins en Frakkinn lék með Manchester United í átta ár frá 2006 til 2015 og varð fimm sinnum enskur meistari á tíma sínum á Old Trafford. Á tíma hans með Manchester United vann félagið enska titilinn í sextánda (2007), sautjánda (2008), átjánda (2009), nítjánda (2011) og tuttugasta (2013) skiptið og tók þar með efsta sætið af Liverpool sem sigursælasta félagið í sögu efstu deildar á Englandi. Patrice Evra is every Manchester United fan. pic.twitter.com/l5cpI5gp4A— ESPN FC (@ESPNFC) January 19, 2020 Liverpool vann sinn átjánda meistaratitil vorið 1990 en hefur ekki unnið hann síðan þá. Biðin hefur verið löng og erfið fyrir stuðningsmenn Liverpool en þeim mun skemmtilegri fyrir kollega þeirra í Manchester United. Þegar Liverpool vann ellefu meistaratitla á árunum 1973 til 1990 þá vann Manchester United engan og stuðningsmenn liðsins þurftu eflaust að þola háðsglósur. Þetta snerist við á síðustu þrjátíu árum. Nú óttast margir stuðningsmenn Manchester United viðbrögð kollega þeirra í stuðningsmannasveit Liverpool þegar titilinn fer loksins á loft á Anfield. Nokkur klúður á lokasprettinum á síðustu árum hafa lengt biðina en Liverpool liðið getur varla klúðrað titlinum úr þessu. Patrice Evra talaði því á Sky Sports í gær eins og margir stuðningsmenn Man. United hugsa eflaust í dag. Hvernig verða fyrstu fimm mánuðirnir eftir að Liverpool verðir loksins enskur meistari og minnkar forskot United á titlalistanum aftur í einn titil? Það má búast við því að United menn fá eitthvað að heyra af því á samfélagsmiðlum sem og í daglegu tali.
Enski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn