Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 15:00 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo fagna sigurmörkum sínum í gær. Vísir/Getty Knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru enn á ný á skotskónum með liðum sínum í gær og þeir skoruðu báðir sigurmarkið og það með stuttu millibili. Guðjón Guðmundsson skoðaði sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Cristiano Ronaldo er á miklu skriði í ítalska boltanum með stórliði Juventus sem fékk Parma í heimsókn í gær. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Juventus náði að brjóta ísinn. Ronaldo fékk þá boltann frá Blaise Matuidi, lét skotið ríða af og það fór í markið með viðkomu í varnarmanni. Hinn danski Andreas Cornelius náði að jafna metin fyrir Parma þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þetta var hins vegar skammvinn gleði fyrir Parma. It’s what they do. pic.twitter.com/236AaaSq4e— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Þremur mínútum síðar var aftur komið að Cristiano Ronaldo að skora en nú eftir undirbúning frá Paulo Dybala. Ronaldo er þar með búinn að skora ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Ronaldo skoraði þarna 432. mark sitt í fimm stærstu deildum Evrópu og tókst um tíma að jafna met Lionel Messi. Lionel Messi og félagar tóku á móti Granada á Nývangi, þar sem nýr knattspyrnustjóri félagsins, Quique Setién, stýrði heimamönnum í fyrsta sinn. Barcelona réði lögum og lofum í leiknum en skoraði ekki fyrr en Granada missti mann af velli á 69. mínútu þegar Germán Sánchez fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Barcelona skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og það var auðvitað Lionel Messi sem skoraði, hver annar. Deildarmark númer 433 hjá Lionel Messi fyrir Barcelona sem er met yfir flest deildarmörk í fimm stærstu deildum Evrópu. Það voru aðeins 27 mínútur á milli sigurmarka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Klippa: Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru enn á ný á skotskónum með liðum sínum í gær og þeir skoruðu báðir sigurmarkið og það með stuttu millibili. Guðjón Guðmundsson skoðaði sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Cristiano Ronaldo er á miklu skriði í ítalska boltanum með stórliði Juventus sem fékk Parma í heimsókn í gær. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Juventus náði að brjóta ísinn. Ronaldo fékk þá boltann frá Blaise Matuidi, lét skotið ríða af og það fór í markið með viðkomu í varnarmanni. Hinn danski Andreas Cornelius náði að jafna metin fyrir Parma þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þetta var hins vegar skammvinn gleði fyrir Parma. It’s what they do. pic.twitter.com/236AaaSq4e— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Þremur mínútum síðar var aftur komið að Cristiano Ronaldo að skora en nú eftir undirbúning frá Paulo Dybala. Ronaldo er þar með búinn að skora ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Ronaldo skoraði þarna 432. mark sitt í fimm stærstu deildum Evrópu og tókst um tíma að jafna met Lionel Messi. Lionel Messi og félagar tóku á móti Granada á Nývangi, þar sem nýr knattspyrnustjóri félagsins, Quique Setién, stýrði heimamönnum í fyrsta sinn. Barcelona réði lögum og lofum í leiknum en skoraði ekki fyrr en Granada missti mann af velli á 69. mínútu þegar Germán Sánchez fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Barcelona skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og það var auðvitað Lionel Messi sem skoraði, hver annar. Deildarmark númer 433 hjá Lionel Messi fyrir Barcelona sem er met yfir flest deildarmörk í fimm stærstu deildum Evrópu. Það voru aðeins 27 mínútur á milli sigurmarka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Klippa: Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira