Það kannast margir við að einhver erfið eða viðkvæm starfsmannamál hafi komið upp á þeirra vinnustað. Stundum leiða slík mál til uppsagnar en oft er um að ræða mál sem leyst er úr á vinnustaðnum, til dæmis vegna samskiptamála, mismunun á viðveru starfsmanna, óstundvísi, frammistöðuvanda og fleira.
Á miðvikudögum tekur Atvinnulíf fyrir einstök mál og í dag er til umfjöllunar ,,erfið starfsmannamál“ frá ýmsum hliðum. Að því tilefni birtum við könnun sem við hvetjum sem flesta til að taka þátt í.