Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton í kvöld er liðið mætir Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli í nára og var ekki með Everton um helgina er liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham.
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, staðfesti svo á blaðamannafundi í gær að Gylfi verði heldur ekki með Newcastle í kvöld.
| "Richarlison trained today but he still has pain so is not available for tomorrow. He's doing well but we don't want to take a risk."
— Everton (@Everton) January 20, 2020
Sigurdsson also ruled out. Late call to be made on Keane. #EVENEW
Gylfi er ekki sá eini sem er á meiðslalistanum því Richarlison og Alex Iwobi eru einnig á meiðslalistanum.
Þá er miðvörðurinn Michael Keane tæpur vegna meiðsla en ákvörðun um hann verður tekin skömmu fyrir leik.