Dregið var í undanúrslit í Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag.
Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta annaðhvort Tindastól eða Þór Akureyri en þau mætast í frestuðum leik í kvöld. Í hinum leiknum mætast Fjölnir og Grindavík.
Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki drógust á móti KR en þetta eru tvö efstu liðin í Domino´s deild kvenna. Í hinum leiknum mætast síðan Skallagrímur og Haukar.
Undanúrslitaleikirnir fara fram i Laugardalshöllinni eins og bikarúrslitaleikurinn en bikarúrslitavika körfuboltans fer fram frá 12. til 16. febrúar í ár.
Undanúrslit Geysisbikars karla (Miðvikudagur 12. febrúar):
Fjölnir - Grindavík
Tindastóll/Þór Ak. - Stjarnan
Undanúrslit Geysisbikars kvenna (Fimmtudagur 13. febrúar):
Valur - KR
Skallagrímur - Haukar
