Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2020 09:00 Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. grafík/hafsteinn Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur tekið eftirför lögreglunnar á Sandgerðisvegi til skoðunar. Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. Var ökumaðurinn á miklum hraða þegar hann reyndi að komast undan lögreglunni. Ökumaðurinn fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreið sem tveir voru í, ökumaður og farþegi. Farþeginn er kona og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kom fram að ökumaðurinn væri grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Sagði lögreglan að maðurinn sætti síbrotagæslu. Í tilkynningunni frá lögreglunni var fullyrt að lögreglumennirnir hefðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að málinu hefur verið vísað til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið við fréttastofu því það sé á viðkvæmu stigi. Samkvæmt lögreglulögum ber eftirlitsnefndinni að taka til athugunar mál þegar manneskja lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Yrði það þá hlutverk nefndarinnar að fara yfir aðgerðir lögreglu til að meta hvort eftirförin hafi stofnað lífi annarra í hættu. Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur tekið eftirför lögreglunnar á Sandgerðisvegi til skoðunar. Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. Var ökumaðurinn á miklum hraða þegar hann reyndi að komast undan lögreglunni. Ökumaðurinn fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreið sem tveir voru í, ökumaður og farþegi. Farþeginn er kona og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kom fram að ökumaðurinn væri grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Sagði lögreglan að maðurinn sætti síbrotagæslu. Í tilkynningunni frá lögreglunni var fullyrt að lögreglumennirnir hefðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að málinu hefur verið vísað til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið við fréttastofu því það sé á viðkvæmu stigi. Samkvæmt lögreglulögum ber eftirlitsnefndinni að taka til athugunar mál þegar manneskja lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Yrði það þá hlutverk nefndarinnar að fara yfir aðgerðir lögreglu til að meta hvort eftirförin hafi stofnað lífi annarra í hættu.
Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent