Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 19:06 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi við fréttamann í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt að íbúar og ferðamenn á Reykjanesi séu vel upplýstir ef ske kynni að eitthvað myndi gerast á svæðinu. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Áslaug Arna ræddi við fréttamann Stöðvar 2 fyrr í kvöld þar sem hún sagði að góð og mikil vinna hafi farið fram í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag. „Til þess einmitt að hafa viðbragð og viðbúnað í lagi ef ske kynni að eitthvað gerist á svæðinu. Það er auðvitað allur varinn góður. Hér er valinn maður í hverju rúmi, hvort sem talað er um vísindamenn eða í almannavörnum að undirbúa ef svo verður,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að verið sé að búa til viðbragðsáætlun með öllum aðilum sem koma að málinu. „Mikilvægt er að allar upplýsingar liggi fyrir og að fólk sé vel upplýst á svæðinu ef ske kynni að eitthvað gerist. Enn sem komið er er líklegast að þetta hætti bara en það er mikilvægt að vera við öllu búin og það er sú vinna sem er í gangi með öllum aðilum sem þurfa að koma að því.“ Þorbjörn í Grindavík.Vísir/Egill Hún segir að það séu hátt í fimm þúsund manns, íbúar og ferðamenn, séu alla jafna á svæðinu sem þyrfti að rýma ef allt færi á versta veg. Og þá þyrfti að loka fyrirtækjum eins og Bláa lóninu? „Já, það gæti auðvitað komið til þess ef þetta fer á versta veg en við viljum auðvitað vera við öllu búin enda þetta nálægt íbúabyggð og Bláa lóninu.“ Beinir ráðherra því til almennings á svæðinu að fylgjast vel með fréttum og minnir á íbúafundinn í Grindavík á morgun klukkan 16. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt að íbúar og ferðamenn á Reykjanesi séu vel upplýstir ef ske kynni að eitthvað myndi gerast á svæðinu. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Áslaug Arna ræddi við fréttamann Stöðvar 2 fyrr í kvöld þar sem hún sagði að góð og mikil vinna hafi farið fram í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag. „Til þess einmitt að hafa viðbragð og viðbúnað í lagi ef ske kynni að eitthvað gerist á svæðinu. Það er auðvitað allur varinn góður. Hér er valinn maður í hverju rúmi, hvort sem talað er um vísindamenn eða í almannavörnum að undirbúa ef svo verður,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að verið sé að búa til viðbragðsáætlun með öllum aðilum sem koma að málinu. „Mikilvægt er að allar upplýsingar liggi fyrir og að fólk sé vel upplýst á svæðinu ef ske kynni að eitthvað gerist. Enn sem komið er er líklegast að þetta hætti bara en það er mikilvægt að vera við öllu búin og það er sú vinna sem er í gangi með öllum aðilum sem þurfa að koma að því.“ Þorbjörn í Grindavík.Vísir/Egill Hún segir að það séu hátt í fimm þúsund manns, íbúar og ferðamenn, séu alla jafna á svæðinu sem þyrfti að rýma ef allt færi á versta veg. Og þá þyrfti að loka fyrirtækjum eins og Bláa lóninu? „Já, það gæti auðvitað komið til þess ef þetta fer á versta veg en við viljum auðvitað vera við öllu búin enda þetta nálægt íbúabyggð og Bláa lóninu.“ Beinir ráðherra því til almennings á svæðinu að fylgjast vel með fréttum og minnir á íbúafundinn í Grindavík á morgun klukkan 16.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13