Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 20:00 Þau Davíð Már hjá Landsbjörg og Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum segja alla fylgjast vel með stöðu mála. Vísir/Vilhelm/Rauði Krossinn Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og hefur jarðskjálftahrina verið á svæðinu. Sérfræðingar hafa fundað í dag þar sem farið er yfir mögulegar sviðsmyndir og þá hefur almannavarnakerfið farið yfir sína verkferla. Á meðal þeirra sem hafa farið yfir verkferla sína vegna óvissustigsins er Rauði kross Íslands. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir starfsfólk undirbúið ef eitthvað gerist. „Þetta gæti gerst einhvern tímann eða aldrei. Það er allavega búið að yfirfara verkferla og framkvæmdir á þessu,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. „Við erum með í öllum plönum að fara yfir sviðsmyndirnar og hvað gæti þurft. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og allir aðrir.“ Frá Grindavík. Þorbjörn sést í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, tekur í sama streng og Brynhildur. Dagurinn í dag hafi farið í að fara yfir helstu verkferla og safna saman upplýsingum. „Við erum hluti af þessu almannavarnakerfi. Það hefur verið virkjað fólk í dag sem hefur verið að vinna að þessum verkefnum sem hafa verið unnin, sem snúa aðallega að því að safna upplýsingum og meta stöðuna, yfirfara áætlanir og gera áætlanir,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Að öðru leyti hafi ekki verið virkjað neitt viðbragð. „Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að fara yfir þær áætlanir sem eru til staðar ef til einhvers viðbragðs kæmi.“ Hann segir óvissustigið fela það í sér að betur sé fylgst með stöðu mála og allar áætlanir séu klárar. Það sé búið að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni en að öðru leyti séu björgunarsveitirnar viðbúnar líkt og alltaf. „Eins og vísindamennirnir segja þá er ekki yfirvofandi eldgos en það eru auknar líkur á því.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og hefur jarðskjálftahrina verið á svæðinu. Sérfræðingar hafa fundað í dag þar sem farið er yfir mögulegar sviðsmyndir og þá hefur almannavarnakerfið farið yfir sína verkferla. Á meðal þeirra sem hafa farið yfir verkferla sína vegna óvissustigsins er Rauði kross Íslands. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir starfsfólk undirbúið ef eitthvað gerist. „Þetta gæti gerst einhvern tímann eða aldrei. Það er allavega búið að yfirfara verkferla og framkvæmdir á þessu,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. „Við erum með í öllum plönum að fara yfir sviðsmyndirnar og hvað gæti þurft. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og allir aðrir.“ Frá Grindavík. Þorbjörn sést í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, tekur í sama streng og Brynhildur. Dagurinn í dag hafi farið í að fara yfir helstu verkferla og safna saman upplýsingum. „Við erum hluti af þessu almannavarnakerfi. Það hefur verið virkjað fólk í dag sem hefur verið að vinna að þessum verkefnum sem hafa verið unnin, sem snúa aðallega að því að safna upplýsingum og meta stöðuna, yfirfara áætlanir og gera áætlanir,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Að öðru leyti hafi ekki verið virkjað neitt viðbragð. „Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að fara yfir þær áætlanir sem eru til staðar ef til einhvers viðbragðs kæmi.“ Hann segir óvissustigið fela það í sér að betur sé fylgst með stöðu mála og allar áætlanir séu klárar. Það sé búið að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni en að öðru leyti séu björgunarsveitirnar viðbúnar líkt og alltaf. „Eins og vísindamennirnir segja þá er ekki yfirvofandi eldgos en það eru auknar líkur á því.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent