Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2020 21:42 Rauði bletturinn er beint norður af Grindavík, með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða svæðinu. Mynd/Af vef Veðurstofunnar. Mynd, unnin er úr gögnum frá gervitungli, sýnir rauðan blett á Reykjanesi með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru einnig inni á rauða svæðinu og byggðin í Grindavík í jaðrinum. Myndin var birt á heimasíðu Veðurstofunnar síðdegis og táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna. Í fréttatilkynningu Veðurstofunnar segir að landrisið sé líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Með öðrum orðum: Það er undir rauða blettinum sem kvika þrýstir líklegast mest á. Hér er myndin eins og hún er sýnd í fullri stærð á vef Veðurstofunnar. Svarta línan, frá A til B, sýnir prófílinn á myndinni hér fyrir neðan.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga dagana 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra, segir Veðurstofan. Myndin sýnir breytingar á fjarlægð til gervitungls í millimetrum en fjarlægðarbreytingin tengist bæði landrisi og láréttum færslum jarðskorpunnar. Svarta línan á myndinni fyrir ofan sýnir staðsetningu prófíls sem sýndur er á myndinni hér fyrir neðan. Örvar á myndinni sýna flugstefnu og sjónarhorn gervitungslins. Úrvinnslu gagnanna annaðist Vincent Drouin, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR. Prófílmyndin sýnir að landrisið teygir sig yfir um tíu kílómetra breitt svæði.Mynd/Af vef Veðurstofu. Á prófílnum má sjá að landrisið teygir sig yfir stærra svæði, sem áætla má 10-12 kílómetra breitt, allt vestur frá Eldvörpum og austur að Borgarhrauni og Nátthaga, norðan Ísólfsskála. Sentinel-1 gervitunglið er á vegum Copernicusaráætlunar Evrópusambandsins, umhverfis- og öryggisvöktunar í Evrópu, sem Ísland er aðili að. Því var skotið á loft árið 2014 en sex Sentinel-gervitungl eru komin á braut umhverfis jörðu. Markmiðið er að þau verði allt að þrjátíu talsins. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Mynd, unnin er úr gögnum frá gervitungli, sýnir rauðan blett á Reykjanesi með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru einnig inni á rauða svæðinu og byggðin í Grindavík í jaðrinum. Myndin var birt á heimasíðu Veðurstofunnar síðdegis og táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna. Í fréttatilkynningu Veðurstofunnar segir að landrisið sé líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Með öðrum orðum: Það er undir rauða blettinum sem kvika þrýstir líklegast mest á. Hér er myndin eins og hún er sýnd í fullri stærð á vef Veðurstofunnar. Svarta línan, frá A til B, sýnir prófílinn á myndinni hér fyrir neðan.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga dagana 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra, segir Veðurstofan. Myndin sýnir breytingar á fjarlægð til gervitungls í millimetrum en fjarlægðarbreytingin tengist bæði landrisi og láréttum færslum jarðskorpunnar. Svarta línan á myndinni fyrir ofan sýnir staðsetningu prófíls sem sýndur er á myndinni hér fyrir neðan. Örvar á myndinni sýna flugstefnu og sjónarhorn gervitungslins. Úrvinnslu gagnanna annaðist Vincent Drouin, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR. Prófílmyndin sýnir að landrisið teygir sig yfir um tíu kílómetra breitt svæði.Mynd/Af vef Veðurstofu. Á prófílnum má sjá að landrisið teygir sig yfir stærra svæði, sem áætla má 10-12 kílómetra breitt, allt vestur frá Eldvörpum og austur að Borgarhrauni og Nátthaga, norðan Ísólfsskála. Sentinel-1 gervitunglið er á vegum Copernicusaráætlunar Evrópusambandsins, umhverfis- og öryggisvöktunar í Evrópu, sem Ísland er aðili að. Því var skotið á loft árið 2014 en sex Sentinel-gervitungl eru komin á braut umhverfis jörðu. Markmiðið er að þau verði allt að þrjátíu talsins.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30