Arnar Pétursson um byrjun Olís deildarinnar eftir 44 daga hlé: Þessi pása er erfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 12:00 Arnar Pétursson vann alla titla í boði sem þjálfari ÍBV liðsins tímabilið 2017-18. Mynd/S2 Sport Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Sjá meira
Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Sjá meira