Það getur verið erfitt að búa til rými sem hentar öllum í vinnunni. Einn vill opna glugga á meðan öðrum er kalt. Sumum finnst erfitt að hlusta á aðra tala í síma eða hafa hávaða í kringum sig þegar unnið er að verkefnum sem þarfnast einbeitingar. Öðrum líður vel innan um fólk og upplifa samskipti opnari og betri þegar fólk vinnur ekki á lokuðum rýmum.
Í dag fjallar Atvinnulíf um opin vinnurými annars vegar og verkefnamiðaða vinnuaðstöðu hins vegar.
Við spyrjum um opin vinnurými og bendum á að það er ekki það sama og verkefnamiðuð vinnuaðstaða þar sem opin vinnurými er eitt form af mörgum. Í opnum vinnurýmum er gert ráð fyrir að allir sinni sínu starfi á því svæði og á þeirri vinnustöð sem hver og einn hefur í rýminu.
Við hvetjum alla til að taka þátt en niðurstaðan verður kynnt í næstu viku.