Sportpakkinn: Stöngin inn og stöngin út í Dalhúsum og Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 18:00 Tandri skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Fjölni. vísir/bára Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00