Everton, félag Gylfa Sigurðssonar á Englandi, hefur hafnað tilboði Barcelona í Brasilíumanninn Richarlison.
Tilboð Barcelona hljóðaði upp á 85 milljónir punda en þeir eru í leit að framherja eftir meiðsli Luis Suarez sem gæti haldið honum frá út tímabilið.
Everton neitaði tilboðinu strax og segir í frétt Sky Sports að Everton sé að leitast eftir því að styrkja liðið en ekki veikja það.
Everton rejected the offer immediately, unwilling to sell one of their prized assets as they look to strengthen their squad - rather than deplete it.#EFC reject Barcelona's £85m offer for Richarlison: https://t.co/yD0YnSx3xXpic.twitter.com/Ly1Iu6rOjY
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2020
Richarlison kom til Everton frá Watford árið 2018 en hann var í sigurliði Brasilíu í Suður-Ameríkukeppninni síðasta sumar.
Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp þrjú mörk í 22 deildarleikjum á Englandi þetta tímabilið.