Mollie Hughes sló heimsmet Vilborgar Örnu Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 09:42 Mollie Hughes var 58 daga á Suðurpólinn. Instagram/Hamish Frost Hin 29 ára gamla Mollie Hughes frá Skotland er yngsta konan til þess að komast ein á Suðurpólinn. Vilborg Arna Gissurardóttir átti áður metið en hún var 32 ára þegar hún skíðaði ein síns liðs á Suðurpólinn. Þetta staðfesti Mollie á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera komin á leiðarenda eftir um 58 daga langt ferðalag. After 58.5 days of skiing I am standing at the Geographic South Pole as the youngest woman EVER to ski solo from the coast of Antarctica to the Pole! | Find me with inReachhttps://t.co/bObamHtJfo— Mollie Hughes (@MollieJHughes) January 10, 2020 Hughes hefur áður slegið heimsmet þegar hún varð yngsta konan til þess að klífa bæði norður- og suðurhlið Everest aðeins 26 ára gömul. Hughes var með vistir sínar í sleða sem hún dró með sér en sleðinn vó um 105 kíló. Ferðin hófst við strendur Suðurskautslandsins og var rúmlega 1.100 kílómetra löng. Á ferð sinni þurfti Hughes að innbyrða 4.500 hitaeiningar á dag en þrátt fyrir það missti hún um fimmtán kíló á ferðalaginu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að hafa verið fjarri kærustu sinni og fjölskyldu yfir jól. Hún hlakki þó mest til að fara í sturtu og fá almennilegan mat í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún segir aðstæður hafa verið einstaklega erfiðar á pólnum þar sem frost fór niður í 45 gráður og vindhraði var allt að 28 m/s. Þá þurfti hún að glíma við hvítblindu í átta daga en hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem veldur því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga eða kennileita. Ferðin hafi því reynt mjög á þolmörk hennar. „Ég var mjög heppin að hafa ekki upplifað neinar meiriháttar hamfarir í ljósi þess sem getur gerst í þessum erfiðum aðstæðum,“ hefur BBC eftir Hughes. Suðurskautslandið Tengdar fréttir Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Hin 29 ára gamla Mollie Hughes frá Skotland er yngsta konan til þess að komast ein á Suðurpólinn. Vilborg Arna Gissurardóttir átti áður metið en hún var 32 ára þegar hún skíðaði ein síns liðs á Suðurpólinn. Þetta staðfesti Mollie á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera komin á leiðarenda eftir um 58 daga langt ferðalag. After 58.5 days of skiing I am standing at the Geographic South Pole as the youngest woman EVER to ski solo from the coast of Antarctica to the Pole! | Find me with inReachhttps://t.co/bObamHtJfo— Mollie Hughes (@MollieJHughes) January 10, 2020 Hughes hefur áður slegið heimsmet þegar hún varð yngsta konan til þess að klífa bæði norður- og suðurhlið Everest aðeins 26 ára gömul. Hughes var með vistir sínar í sleða sem hún dró með sér en sleðinn vó um 105 kíló. Ferðin hófst við strendur Suðurskautslandsins og var rúmlega 1.100 kílómetra löng. Á ferð sinni þurfti Hughes að innbyrða 4.500 hitaeiningar á dag en þrátt fyrir það missti hún um fimmtán kíló á ferðalaginu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að hafa verið fjarri kærustu sinni og fjölskyldu yfir jól. Hún hlakki þó mest til að fara í sturtu og fá almennilegan mat í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún segir aðstæður hafa verið einstaklega erfiðar á pólnum þar sem frost fór niður í 45 gráður og vindhraði var allt að 28 m/s. Þá þurfti hún að glíma við hvítblindu í átta daga en hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem veldur því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga eða kennileita. Ferðin hafi því reynt mjög á þolmörk hennar. „Ég var mjög heppin að hafa ekki upplifað neinar meiriháttar hamfarir í ljósi þess sem getur gerst í þessum erfiðum aðstæðum,“ hefur BBC eftir Hughes.
Suðurskautslandið Tengdar fréttir Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06
Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07
Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40