15 ára stelpa í Þorlákshöfn seldi 20 myndir á klukkustund Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 19:15 Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndlist Ölfus Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Myndlist Ölfus Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira