Leeds hefur verið að gera góða hluti í ensku B-deildinni og vonast fjölmargir stuðningsmenn liðsins að nú sé biðið á enda; að liðið komist í deild þeirra bestu á nýjan leik.
Leeds er þrátt fyrir tap helgarinnar gegn Sheffield Wednesday í 2. sæti deildarinnar með 53 stig, stigi á eftir toppliði WBA, og sex stigum á undan Brentford sem er í öðru sætinu.
Tvö efstu liðin fara beint upp um deild en lið þrjú til sex í umspilið fræga en Leeds gæti verið að eignast landsliðsmann á nýjan leik.
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var nefnilega mættur á Elland Road um helgina þar sem hann sá leik Leeds gegn Sheffield Wednesday.
Talið er að Southgate hafi verið að fylgjast með miðjumanni Leeds, Kalvin Phillips, og vilji sjá hann í æfingaleikjunum enska landsliðsins í mars.
England boss Gareth Southgate considering calling up Leeds star Kalvin Phillips for March friendlies after watching midfielder in clash with Sheffield Wednesday https://t.co/C6fO0qfSjj
— MailOnline Sport (@MailSport) January 13, 2020
Philips er 24 ára gamel en Declan Rice og Harry Winks hafa verið að spila þessa stöðu meðal annars hjá enska landsliðinu. Margir hafa kallað eftir því að Phillips fái í það minnsta tækifæri.
England mætir Ítalíu og Danmörku í æfingaleikjum í marsmánuði en liðið er að sjálfsögðu að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar.