Það hefur fækkað aðeins í stuðningsmannahópi Íslands en engu að síður eru enn um 700 Íslendingar í borginni sem ætla að styðja strákana okkar gegn Rússum á eftir.
Rúmlega 1.000 Íslendingar mættu á leikinn gegn Dönum um síðustu helgi en það er metfjöldi Íslendinga á útileik hjá landsliðinu.
HSÍ hefur selt um 700 miða á leikinn í kvöld og hinir frábæru íslensku stuðningsmenn munu örugglega láta vel í sér heyra með Sérsveitina í broddi fylkingar.
Okkar fólk hitar sem fyrr upp á barnum Paddys í miðborg Malmö og Vísir kíkti á stemninguna þar áðan. Myndirnar má sjá hér að neðan.
Leikur Íslands og Rússlands hefst klukkan 17.15 og verður í beinni textalýsingu á Malmö.







