Fresta kynningarfundi vegna veðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 16:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að miðað við þær tillögur sem nú er unnið útfrá gæti miðhálendisþjóðgarður orðið sá stærsti eða næststærsti í Evrópu. Vísir/vilhelm Fyrirhuguðum kynningarfundi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð hefur verið frestað vegna veðurs. Fundurinn átti að fara fram í Veröld-húsi Vigdísar í Reykjavík í dag en ný tímasetning fyrir fundinn verður auglýst á næstu dögum að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Um er að ræða einn nokkurra funda sem fyrirhugaðir eru víða um landið þar sem kynna á áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dagsetningum er breytt en í síðustu viku voru kynntar nýjar dagsetningar undir fundina þar sem veður hafði áður sett strik í reikninginn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið uppi um málið en formaður umhverfis- og samgöngunefndar lýsti því til að mynda í gær að hann teldi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ótímabæra.Drög að frumvarpi eru nú í samráðsgátt er lítur að stofnun þjóðgarðsins en á þessum kynningarfundum hyggst ráðherra meðal annars fara yfir forsendur og markmið með stofnun þjóðgarðsins og kynna aðalatriði frumvarpsins. Þá var í dag jafnframt framlengdur umsagnafrestur um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða en með því er gert ráð fyrir að í stað tveggja ríkisstofnana, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum, verði sett á fót ein ný stofnun sem fari með málefni þjóðgarða. Þá er gert ráð fyrir að verkefni Umhverfisstofnunar á sviði náttúruverndar verði færð til stofnunarinnar, auk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nú heyrir undir Umhverfisstofnun. Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Fyrirhuguðum kynningarfundi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð hefur verið frestað vegna veðurs. Fundurinn átti að fara fram í Veröld-húsi Vigdísar í Reykjavík í dag en ný tímasetning fyrir fundinn verður auglýst á næstu dögum að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Um er að ræða einn nokkurra funda sem fyrirhugaðir eru víða um landið þar sem kynna á áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dagsetningum er breytt en í síðustu viku voru kynntar nýjar dagsetningar undir fundina þar sem veður hafði áður sett strik í reikninginn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið uppi um málið en formaður umhverfis- og samgöngunefndar lýsti því til að mynda í gær að hann teldi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ótímabæra.Drög að frumvarpi eru nú í samráðsgátt er lítur að stofnun þjóðgarðsins en á þessum kynningarfundum hyggst ráðherra meðal annars fara yfir forsendur og markmið með stofnun þjóðgarðsins og kynna aðalatriði frumvarpsins. Þá var í dag jafnframt framlengdur umsagnafrestur um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða en með því er gert ráð fyrir að í stað tveggja ríkisstofnana, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum, verði sett á fót ein ný stofnun sem fari með málefni þjóðgarða. Þá er gert ráð fyrir að verkefni Umhverfisstofnunar á sviði náttúruverndar verði færð til stofnunarinnar, auk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nú heyrir undir Umhverfisstofnun.
Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira