Segir að nú muni Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 09:30 Quique Setien að stýra liði Real Betis þar sem hann gerði flotta hluti. Ræður hann við pressuna hjá Barcelona? Getty/ David S. Bustamante Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið. Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið.
Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira