Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 12:22 Kóralar eru viðkvæmir fyrir breytingum á hitastigi. Fjöldi sjávarlífvera reiðir sig á kóralrif og hlýnun sjávar getur því ógnað vistkerfum hafsins. Vísir/Getty Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03