Cristiano Ronaldo átti það á hættu að komast ekki í úrvalslið ársins hjá Knattspyrnusambandi Evrópu en menn þar á bæ fóru öðruvísi leið til þess að koma í veg fyrir það.
Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur heimildir fyrir því að UEFA menn hafi beygt reglurnar aðeins til að þess að koma Ronaldo í liðið.
Knattspyrnuáhugafólk fékk það verkefni að kjósa úrvalslið ársins og var lagt upp með að nota 4-3-3 leikerfið eins og oftast áður.
UEFA changed their Team of the Year formation so that Cristiano Ronaldo could be included, sources have told ESPN. pic.twitter.com/dzKNNaY7vr
— ESPN FC (@ESPNFC) January 16, 2020
Þegar úrvalsliðið var svo tilkynnt kom í ljós að það var sett upp í hinu óvenjulega leikkerfi 4-2-4.
Cristiano Ronaldo fékk nefnilega færri atkvæði en framherjarnir Lionel Messi, Sadio Mane og Robert Lewandowski.
UEFA fjölgaði þá bara í sóknarlínunni og fórnaði Chelsea-manninum N'Golo Kante samkvæmt heimildum ESPN.
Aðrir leikmenn í úrvalsliði UEFA voru markvörðurinn Allison Becker, varnarmennirnir Matthijs de Ligt, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson auk miðjumannanna Kevin de Bruyne og Frenkie de Jong.
3️ from the Netherlands
— UEFA (@UEFA) January 15, 2020
5️ from Liverpool
7️ Newcomers
1️stars
Your 2019 UEFA #TeamOfTheYear!