Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2020 12:00 Inga Björg Hjaltadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Attentus. Vísir/Vilhelm Í lögum er einelti á vinnustað ólögleg hegðun og það sama á við um ofbeldi. Einelti á vinnustöðum er þó staðreynd og mælist svipað hér á landi og erlendis. Oftast er kvartað undan því að stjórnendur séu gerendur og við þær fullyrðingar styðja erlendar rannsóknir. Inga Björg Hjaltadóttir framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Attentus segir mikilvægt að fyrirtæki séu með forvarnir gegn einelti á vinnustöðum. Hún segir einelti geta þróast og versnað með tímanum ef ekkert er að gert. Í alvarlegum tilfellum getur einelti breyst í ofbeldi. Góð samskipti eru lykilatriði Inga Björg segir samskipti á vinnustað einn af hornsteinum starfsánægju. „Mikill meirihluti verkefna okkar og tíma í vinnunni snýst um samskipti. Slæm samskipti draga úr starfsánægju og afköstum, auka líkur á fjarvistum, slökum gæðum og slysum og draga úr lífsgæðum. Það er því lykilatriði að byggja upp jákvætt starfsumhverfi með góðum samskiptum og taka á því þegar samskipti þróast í skaðlega átt.“ En getur þú nefnt dæmi um hvernig einelti á vinnustað lýsir sér? „Rannsóknir gefa til kynna að einelti lýsi sér í fyrstu oft með þáttum eins og útilokun til dæmis í umræðum og með því að gert sé lítið úr einstaklingi, svo sem skoðunum og persónu einstaklings. Í kjölfarið getur einelti þróast ef ekkert er að gert og gerandi á þá til að fá fleiri til að styðja sig í þessari hegðun. Til dæmis við að beita útilokun og lítillækkun, baktali og fleira. Þegar einelti er beitt eru samskipti skaðleg. Það er því brýnt að taka á því strax ef grunur er um að einelti geti verið til staðar á vinnustað.“ Einelti getur þróast í ofbeldi Inga Björg segir að einelti þrífist best í óvissuástandi og þar sem hlutverk og stjórnun er ekki skilvirk. Þannig jókst einelti eftir hrun en batnaði aftur þegar ástandið í atvinnulífinu batnaði. „Rannsóknir sýna líka að einelti á til að aukast í fyrirtækjum þegar óvissuástand skapast og líka þar sem starfsfólk hefur ekki skýr hlutverk og ef stjórnun er ekki skilvirk og góð, þannig að það er ýmislegt sem við getum hugað að í fyrirtækjamenningu okkar og stjórnun til að draga úr líkum á slæmum samskiptum og einelti.“ Er einelti algengara en fólk heldur? „Rannsóknin Stofnun ársins sem Gallup framkvæmdi árið 2019 sýndi að um 8,5% starfsmanna stofnana ríkisins töldu sig þá örugglega eða líklega hafa orðið fyrir einelti í starfi á síðastliðnum 12 mánuðum, en rannsókn frá 2010 gaf til kynna að um 10% opinberra starfsmanna töldu sig þá hafa upplifað einelti í starfi á síðasta ári. Kannanir hafa í gegnum árin sýnt ólíkar niðurstöður eftir starfsgreinum og einnig að einelti hafi aukist á tímum niðurskurðar í kjölfar bankahrunsins og lækkað að nýju þegar atvinnuástand batnaði.“ Stundum er talað um að einelti á vinnustöðum fari yfir ákveðin mörk og skilgreinist þá sem ofbeldi, getur þú útskýrt það nánar? „Í lögum er bæði skilgreint einelti annars vegar og svo ofbeldi hins vegar sem sé ólögleg hegðun á vinnustað í garð samstarfsfólks. Ofbeldi getur t.d. falist í alvarlegum svívirðingum og hótunum í samskiptum á vinnustaðnum. Slíkt getur gerst sem hluti af einelti eða þá getur ofbeldi átt sé stað án þess að um hafi verið að ræða stigmagnandi einelti á vinnustaðnum. Með sama hætti er áreitni, bæði kynbundin og kynferðisleg algerlega óheimil á vinnustað skv. lögum, í samræmi við skilgreiningar á þeim hugtökum.“ Algengast er að kvörtun um meint einelti beinist gegn stjórnanda.Vísir/Getty Stjórnendur oftast gerendur Hverjir eru helst gerendur í alvarlegum starfsmannamálum sem þessum? „Algengast er að kvörtun um meint einelti beinist gegn stjórnanda og rannsóknir erlendis sýna oft að stjórnendur séu oftast gerendur í eineltismálum. Að sama skapi er mikilvægt að hafa í huga að stjórnendur hafa ríkar skyldur í sínum störfum að tryggja stjórnun og árangur í sínum starfseiningum. Ágreiningur um hagsmuni eða aðferðir við úrlausn verkefna telst ekki einelti og það vill stundum verða misbrestur á því að gerður sé greinamunur á slíkum aðstæðum og einelti.“ Nú ættu mál sem þessi að vera öðru fólki frekar sýnileg, ólíkt því sem oft á við til dæmis er varðar kynferðislega áreitni. Hvernig fer einelti eða ofbeldi að því að þrífast innan fyrirtækja, jafnvel frammi fyrir augum allra? „Einelti getur verið mjög dulið, t.d. þegar það felst í útilokun sem er mjög særandi hegðun. Hins vegar eru líkur á því að með tímanum þróist einelti ef það er ekki stöðvað og verði orðbundnara og sýnilegra. Ein leið til að fylgjast með því hvort einelti er til staðar er að gera reglulega viðhorfskannanir á vinnustaðnum þar sem fylgst er með þróun starfsánægju, líðan og einelti. Þá eiga vinnustaðir að vera með forvarnir gegn einelti og ber líka að grípa til aðgerða ef grunur kemur upp um einelti í samræmi við stefnu og viðbragsáætlun sem hefur verið kynnt fyrir starfsfólki.” Einelti þrífst þar sem hlutverkaskipan er óskýr Er eitthvað sem einkennir vinnustaði þar sem einelti eða jafnvel ofbeldi eru líklegri til að þrífast en annars staðar? „Það eru rannsóknir sem sýna það m.a. að óskýr hlutverkaskipting, slæm stjórnun og óvissa í starfsumhverfinu auka líkur á einelti á vinnustað. Það er því ýmislegt hægt að gera í stjórnun og upplýsingamiðlun á vinnustað og uppbyggingu árangursríkrar fyrirtækjamenningar sem er til þess fallið að minnka líkur á einelti. Hverjar eru helst lausnir í starfsmannamálum þar sem einelti eða ofbeldi hefur verið vandamál? „Það skiptir máli að vinna markvisst að uppbyggingu starfsumhverfisins þar sem lögð er áhersla á opin samskipti, samvinnu og góða stjórnun. Eins að fylgjast vel með þróun starfsánægju og að vinna stefnumiðað samkvæmt markvissri aðgerðaáætlun í mannauðsmálum.“ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00 Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00 Fjórar tegundir erfiðra einstaklinga á vinnustöðum Erfið starfsmannamál: Það þekkja það flestir að hafa starfað með einstaklingum sem þeim finnst erfiðir. En hvað einkennir þá einstaklinga? 22. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í lögum er einelti á vinnustað ólögleg hegðun og það sama á við um ofbeldi. Einelti á vinnustöðum er þó staðreynd og mælist svipað hér á landi og erlendis. Oftast er kvartað undan því að stjórnendur séu gerendur og við þær fullyrðingar styðja erlendar rannsóknir. Inga Björg Hjaltadóttir framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Attentus segir mikilvægt að fyrirtæki séu með forvarnir gegn einelti á vinnustöðum. Hún segir einelti geta þróast og versnað með tímanum ef ekkert er að gert. Í alvarlegum tilfellum getur einelti breyst í ofbeldi. Góð samskipti eru lykilatriði Inga Björg segir samskipti á vinnustað einn af hornsteinum starfsánægju. „Mikill meirihluti verkefna okkar og tíma í vinnunni snýst um samskipti. Slæm samskipti draga úr starfsánægju og afköstum, auka líkur á fjarvistum, slökum gæðum og slysum og draga úr lífsgæðum. Það er því lykilatriði að byggja upp jákvætt starfsumhverfi með góðum samskiptum og taka á því þegar samskipti þróast í skaðlega átt.“ En getur þú nefnt dæmi um hvernig einelti á vinnustað lýsir sér? „Rannsóknir gefa til kynna að einelti lýsi sér í fyrstu oft með þáttum eins og útilokun til dæmis í umræðum og með því að gert sé lítið úr einstaklingi, svo sem skoðunum og persónu einstaklings. Í kjölfarið getur einelti þróast ef ekkert er að gert og gerandi á þá til að fá fleiri til að styðja sig í þessari hegðun. Til dæmis við að beita útilokun og lítillækkun, baktali og fleira. Þegar einelti er beitt eru samskipti skaðleg. Það er því brýnt að taka á því strax ef grunur er um að einelti geti verið til staðar á vinnustað.“ Einelti getur þróast í ofbeldi Inga Björg segir að einelti þrífist best í óvissuástandi og þar sem hlutverk og stjórnun er ekki skilvirk. Þannig jókst einelti eftir hrun en batnaði aftur þegar ástandið í atvinnulífinu batnaði. „Rannsóknir sýna líka að einelti á til að aukast í fyrirtækjum þegar óvissuástand skapast og líka þar sem starfsfólk hefur ekki skýr hlutverk og ef stjórnun er ekki skilvirk og góð, þannig að það er ýmislegt sem við getum hugað að í fyrirtækjamenningu okkar og stjórnun til að draga úr líkum á slæmum samskiptum og einelti.“ Er einelti algengara en fólk heldur? „Rannsóknin Stofnun ársins sem Gallup framkvæmdi árið 2019 sýndi að um 8,5% starfsmanna stofnana ríkisins töldu sig þá örugglega eða líklega hafa orðið fyrir einelti í starfi á síðastliðnum 12 mánuðum, en rannsókn frá 2010 gaf til kynna að um 10% opinberra starfsmanna töldu sig þá hafa upplifað einelti í starfi á síðasta ári. Kannanir hafa í gegnum árin sýnt ólíkar niðurstöður eftir starfsgreinum og einnig að einelti hafi aukist á tímum niðurskurðar í kjölfar bankahrunsins og lækkað að nýju þegar atvinnuástand batnaði.“ Stundum er talað um að einelti á vinnustöðum fari yfir ákveðin mörk og skilgreinist þá sem ofbeldi, getur þú útskýrt það nánar? „Í lögum er bæði skilgreint einelti annars vegar og svo ofbeldi hins vegar sem sé ólögleg hegðun á vinnustað í garð samstarfsfólks. Ofbeldi getur t.d. falist í alvarlegum svívirðingum og hótunum í samskiptum á vinnustaðnum. Slíkt getur gerst sem hluti af einelti eða þá getur ofbeldi átt sé stað án þess að um hafi verið að ræða stigmagnandi einelti á vinnustaðnum. Með sama hætti er áreitni, bæði kynbundin og kynferðisleg algerlega óheimil á vinnustað skv. lögum, í samræmi við skilgreiningar á þeim hugtökum.“ Algengast er að kvörtun um meint einelti beinist gegn stjórnanda.Vísir/Getty Stjórnendur oftast gerendur Hverjir eru helst gerendur í alvarlegum starfsmannamálum sem þessum? „Algengast er að kvörtun um meint einelti beinist gegn stjórnanda og rannsóknir erlendis sýna oft að stjórnendur séu oftast gerendur í eineltismálum. Að sama skapi er mikilvægt að hafa í huga að stjórnendur hafa ríkar skyldur í sínum störfum að tryggja stjórnun og árangur í sínum starfseiningum. Ágreiningur um hagsmuni eða aðferðir við úrlausn verkefna telst ekki einelti og það vill stundum verða misbrestur á því að gerður sé greinamunur á slíkum aðstæðum og einelti.“ Nú ættu mál sem þessi að vera öðru fólki frekar sýnileg, ólíkt því sem oft á við til dæmis er varðar kynferðislega áreitni. Hvernig fer einelti eða ofbeldi að því að þrífast innan fyrirtækja, jafnvel frammi fyrir augum allra? „Einelti getur verið mjög dulið, t.d. þegar það felst í útilokun sem er mjög særandi hegðun. Hins vegar eru líkur á því að með tímanum þróist einelti ef það er ekki stöðvað og verði orðbundnara og sýnilegra. Ein leið til að fylgjast með því hvort einelti er til staðar er að gera reglulega viðhorfskannanir á vinnustaðnum þar sem fylgst er með þróun starfsánægju, líðan og einelti. Þá eiga vinnustaðir að vera með forvarnir gegn einelti og ber líka að grípa til aðgerða ef grunur kemur upp um einelti í samræmi við stefnu og viðbragsáætlun sem hefur verið kynnt fyrir starfsfólki.” Einelti þrífst þar sem hlutverkaskipan er óskýr Er eitthvað sem einkennir vinnustaði þar sem einelti eða jafnvel ofbeldi eru líklegri til að þrífast en annars staðar? „Það eru rannsóknir sem sýna það m.a. að óskýr hlutverkaskipting, slæm stjórnun og óvissa í starfsumhverfinu auka líkur á einelti á vinnustað. Það er því ýmislegt hægt að gera í stjórnun og upplýsingamiðlun á vinnustað og uppbyggingu árangursríkrar fyrirtækjamenningar sem er til þess fallið að minnka líkur á einelti. Hverjar eru helst lausnir í starfsmannamálum þar sem einelti eða ofbeldi hefur verið vandamál? „Það skiptir máli að vinna markvisst að uppbyggingu starfsumhverfisins þar sem lögð er áhersla á opin samskipti, samvinnu og góða stjórnun. Eins að fylgjast vel með þróun starfsánægju og að vinna stefnumiðað samkvæmt markvissri aðgerðaáætlun í mannauðsmálum.“
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00 Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00 Fjórar tegundir erfiðra einstaklinga á vinnustöðum Erfið starfsmannamál: Það þekkja það flestir að hafa starfað með einstaklingum sem þeim finnst erfiðir. En hvað einkennir þá einstaklinga? 22. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00
Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00
Fjórar tegundir erfiðra einstaklinga á vinnustöðum Erfið starfsmannamál: Það þekkja það flestir að hafa starfað með einstaklingum sem þeim finnst erfiðir. En hvað einkennir þá einstaklinga? 22. janúar 2020 09:00