Átta af hverjum tíu ánægð með Guðna Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2020 06:35 Guðni Th. Jóhannesson fær sér kökusneið þegar afmæli þeirra Íslendinga sem urðu 100 ára í fyrra var fagnað á Hrafnistu. Vísir/vilhelm Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira