Viðskipti innlent

Hækkanir á fast­eigna­gjöldum oft langt um­fram 2,5 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Verðlagseftirlitið tók saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 og voru breytingarnar reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar.
Verðlagseftirlitið tók saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 og voru breytingarnar reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar. vísir/vilhelm

Hækkanir milli ára á fasteignagjöldum í mörgum af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins er í mörgum tilfellum langt umfram 2,5 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ en þar er bent á að hækkanirnar eru langt umfram þau loforð sem gefin voru í tengslum við lífskjarasamningana, en Samband íslenskra sveitarfélaga lýsti stuðningi við þau með tilmælum til sveitarfélaga um að gjaldskrárhækkanir vegna ársins 2020 yrðu ekki umfram 2,5 prósent.

Verðlagseftirlitið tók saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 og voru breytingarnar reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar. Fasteignagjöld eru í flestum tilfellum lögð á miðað við fasteigna- og lóðamat.

„Gjöld á 100 fm íbúð í fjölbýli hækka mest á Sauðárkróki um 14,93% eða 36.991 kr. en næst mest á Egilsstöðum um 11,06% eða 29.515 kr. Ef miðað er við 200 fm einbýli hækka gjöldin mest á Egilstöðum, 10,3% eða um 46.756 og næst mest í Glerárhverfi á Akureyri um 7,7% eða 27.000 krónur. […] Fasteignagjöldin lækkuðu mest í Keflavík sé miðað við 100 fm fjölbýli, -9,61% eða 28.722 kr. og næst mest í Njarðvík, -3,88% % eða um 10.223 kr. Sé miðað við 200 fm einbýli lækkuðu fasteignagjöldin mest á Ísafirði, -9,3% eða um 38.969 kr. og næst mest í Njarðvík, -4,4% eða um 24.364 kr,“ segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ en að neðan má sjá upplýsingar um breytingar á álagningarprósentum og á fasteigna- og lóðamati.

ASÍ





Fleiri fréttir

Sjá meira


×