Mikil óvissa ríkir um þátttöku Marcus Rashford í leik Manchester United og Liverpool á Anfield á morgun.
Rashford meiddist í leik United og Wolves í ensku bikarkeppninni á miðvikudaginn.
Rashford var ekki meðal þeirra leikmanna United sem mættu á Lowry-hótelið í kvöld.
Ekki er þó loku skotið fyrir það að enski landsliðsmaðurinn verði með United á morgun en það kemur betur í ljós þegar nær dregur leik.
Rashford er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með 19 mörk í öllum keppnum.
Rashford ekki með United á liðshótelinu

Tengdar fréttir

Solskjær segir að 30 ára bið Liverpool sé lexía fyrir Manchester United
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að 30 ára bið Liverpool eftir enska deildarmeistaratitlinum ætti að vera lexía fyrir leikmenn United.