Stjórnarmenn KR mættu með bikarinn í veiðiferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2020 14:30 Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði KR, lyftir Íslandsmeistarabikarnum sem hefur átt lögheimili í DHL-höllinni síðan 2014. vísir/daníel KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í sjötta sinn í röð á síðasta tímabili. Ekkert annað lið hefur afrekað það í íslenskri körfuboltasögu. Í annál um íslenska körfuboltaárið 2019, sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs, var rætt um afrek KR og það sigurumhverfi sem búið er að skapa vestur í bæ. „Ég held að það sé bara fólk sem er inni í körfuboltahreyfingunni sem gerir sér grein fyrir hvers konar afrek þetta er. Þetta er fáránlegt. Það sem allir aðrir leggja á sig til að reyna að velta þeim af toppnum er svo magnað,“ sagði Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. „Persónulega hlakka ég mjög til þegar KR dettur út og þetta brjálæði endar. Þetta er ekkert venjulegt afrek.“ Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, þegar að í fyllingu tímans geri fólk sér grein fyrir hversu stórt og mikið afrek KR-inga sé. „Við metum þetta ekki eins mikið núna. Það er eðlilegt. Það gerist alltaf með árunum að goðsögnin verður til. Að vinna sex titla í röð í nútímabolta, ég held að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum eitthvað svona,“ sagði Kristinn. Teitur segir að umgjörðin hjá KR sé fyrsta flokks og metnaðurinn mikill. „Stjórnin hefur búið til umgjörð þar sem mönnum líður greinilega vel og það skiptir miklu máli. Kannski mættu önnur lið taka sér það til fyrirmyndar. Þeir eru ofboðslega stoltir og eru með flottan kjarna af stuðningsmönnum,“ sagði Teitur sem sagði svo skemmtilega sögu. „Ég þekki stjórnarmenn í KR mjög vel. Hef lent í að vera með þeim í veiðiferð þar sem þeir mættu með Íslandsmeistarabikarinn. Það er partur af því hvað ég hlakka til að sjá KR tapa.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stórveldið KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í sjötta sinn í röð á síðasta tímabili. Ekkert annað lið hefur afrekað það í íslenskri körfuboltasögu. Í annál um íslenska körfuboltaárið 2019, sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs, var rætt um afrek KR og það sigurumhverfi sem búið er að skapa vestur í bæ. „Ég held að það sé bara fólk sem er inni í körfuboltahreyfingunni sem gerir sér grein fyrir hvers konar afrek þetta er. Þetta er fáránlegt. Það sem allir aðrir leggja á sig til að reyna að velta þeim af toppnum er svo magnað,“ sagði Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. „Persónulega hlakka ég mjög til þegar KR dettur út og þetta brjálæði endar. Þetta er ekkert venjulegt afrek.“ Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, þegar að í fyllingu tímans geri fólk sér grein fyrir hversu stórt og mikið afrek KR-inga sé. „Við metum þetta ekki eins mikið núna. Það er eðlilegt. Það gerist alltaf með árunum að goðsögnin verður til. Að vinna sex titla í röð í nútímabolta, ég held að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum eitthvað svona,“ sagði Kristinn. Teitur segir að umgjörðin hjá KR sé fyrsta flokks og metnaðurinn mikill. „Stjórnin hefur búið til umgjörð þar sem mönnum líður greinilega vel og það skiptir miklu máli. Kannski mættu önnur lið taka sér það til fyrirmyndar. Þeir eru ofboðslega stoltir og eru með flottan kjarna af stuðningsmönnum,“ sagði Teitur sem sagði svo skemmtilega sögu. „Ég þekki stjórnarmenn í KR mjög vel. Hef lent í að vera með þeim í veiðiferð þar sem þeir mættu með Íslandsmeistarabikarinn. Það er partur af því hvað ég hlakka til að sjá KR tapa.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stórveldið KR
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30