Myndband af íslenskum lunda að klóra sér með priki vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2020 07:00 Hér má sjá lundann og prikið góða. Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post. Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post.
Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00
Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent