Mögulegt eldgos „stóri óvissuþátturinn“ í næsta hlaupi Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 11:57 Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun vegna mögulegs hlaups úr Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58
Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07