Justin Thomas vann mót meistaranna eftir umspil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 07:15 Justin Thomas Getty/Harry How Justin Thomas fagnaði sigri á Sentry Tournament of Champions eða móti meistara síðasta PGA-tímabils sem lauk á Hawaii í nótt. Justin Thomas tryggði sér sigurinn að lokum í umspili eftir að hann og þeir Patrick Reed og Xander Schauffele komu allir inn í hús á 278 höggum eftir 72 holur. @JustinThomas34 recaps his roller-coaster playoff win @Sentry_TOChttps://t.co/c6o9hlnda7— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas átti að vera búinn að tryggja sér sigurinn fyrir umspilið því hann tapaði tveimur höggum á síðustu þremur holunum. Xander Schauffele var síðan kominn í lykilstöðu á lokaholunni en þrípúttaði og bjó um leið til þriggja manna umspil. Patrick Reed var í góðum málum á átjándu holunni í umspilinu en þurfti að tvípútta og horfði á eftir sigrinum til Justin Thomas. Justin Thomas var að vinna mót PGA-meistaranna í annað skiptið á ferlinum en á þessu móti keppa aðeins þeir sem unnu PGA-mót á síðasta tímabili. Thomas vann þetta mót einnig í janúar 2017. „Af einhverri ástæðu þá átti ég að vinna í þessari vikur. Ég var mjög heppin að fá þetta lokapútt,“ sagði Justin Thomas um púttið sem tryggði honum sigurinn í umspilinu. 12 wins by the age of 26. Another memory made for @JustinThomas34. #LiveUnderParpic.twitter.com/ZwaC1FH6RY— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas vann þarna sitt tólfta PGA mót á ferlinum en hann hefur unnið þrjú af síðustu sex mótum sínum. Hann er kominn einu móti fram úr Jordan Spieth og enginn kylfingur undir 30 ára í dag hefur nú unnið fleiri PGA-mót. Justin Thomas er 26 ára gamall. „Ég átti að vinna þetta mót. Ég átti að klára þetta og gerði allt rétt þar til á síðustu stundu,“ sagði Xander Schauffele sem gat unnið mótið annað árið í röð. A clutch approach. A sigh of relief.@JustinThomas34 wins in a playoff @Sentry_TOC. #LiveUnderParpic.twitter.com/neDUxXEcPp— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Justin Thomas fagnaði sigri á Sentry Tournament of Champions eða móti meistara síðasta PGA-tímabils sem lauk á Hawaii í nótt. Justin Thomas tryggði sér sigurinn að lokum í umspili eftir að hann og þeir Patrick Reed og Xander Schauffele komu allir inn í hús á 278 höggum eftir 72 holur. @JustinThomas34 recaps his roller-coaster playoff win @Sentry_TOChttps://t.co/c6o9hlnda7— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas átti að vera búinn að tryggja sér sigurinn fyrir umspilið því hann tapaði tveimur höggum á síðustu þremur holunum. Xander Schauffele var síðan kominn í lykilstöðu á lokaholunni en þrípúttaði og bjó um leið til þriggja manna umspil. Patrick Reed var í góðum málum á átjándu holunni í umspilinu en þurfti að tvípútta og horfði á eftir sigrinum til Justin Thomas. Justin Thomas var að vinna mót PGA-meistaranna í annað skiptið á ferlinum en á þessu móti keppa aðeins þeir sem unnu PGA-mót á síðasta tímabili. Thomas vann þetta mót einnig í janúar 2017. „Af einhverri ástæðu þá átti ég að vinna í þessari vikur. Ég var mjög heppin að fá þetta lokapútt,“ sagði Justin Thomas um púttið sem tryggði honum sigurinn í umspilinu. 12 wins by the age of 26. Another memory made for @JustinThomas34. #LiveUnderParpic.twitter.com/ZwaC1FH6RY— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas vann þarna sitt tólfta PGA mót á ferlinum en hann hefur unnið þrjú af síðustu sex mótum sínum. Hann er kominn einu móti fram úr Jordan Spieth og enginn kylfingur undir 30 ára í dag hefur nú unnið fleiri PGA-mót. Justin Thomas er 26 ára gamall. „Ég átti að vinna þetta mót. Ég átti að klára þetta og gerði allt rétt þar til á síðustu stundu,“ sagði Xander Schauffele sem gat unnið mótið annað árið í röð. A clutch approach. A sigh of relief.@JustinThomas34 wins in a playoff @Sentry_TOC. #LiveUnderParpic.twitter.com/neDUxXEcPp— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira