Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 13:00 Lögreglan í Manchester telur líklegt að Reynhard Sinaga sé einn versti nauðgari sögunnar. Mynd/Lögreglan í Manchester Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér. Bretland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér.
Bretland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira