Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 14:21 Biden skautaði algerlega fram hjá því að hann studdi Íraksstríðið á sínum tíma þegar hann ræddi við kjósanda í Des Moines í Iowa á laugardag. AP/Charlie Neibergall Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira