Prjóna fyrir móðurlaus dýr Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2020 19:01 Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu. Það er Erin Jade Turner sem átti hugmyndina af því að halda prjónakvöldið en hún fékk Pétur vin sinn til að aðstoða sig. Erin er áströlsk og býr í Sidney. Hún er nú stödd hér á landi en þegar hún flaug til Íslands fyrir miðjan desember var staðan slæm. „Daginn sem ég flaug frá Sydney var ég með grímu því reykurinn í Sydney-dældinni var svo þykkur og þungur og það rigndi ösku. Við eigum vini og ættingja sem hafa lent í þessu og orðið fyrir tjóni vegna eldanna. Það er erfitt að þekkja ekki einhvern sem hefur orðið fyrir áhrifum,“ segir Erin. Erin segir fjölda dýra hafa drepist í eldunum og önnur vera móðurlaus. Pokarnir séu hugsaðir fyrir þau. „Það er nýbúið að endurskoða matið, að meira en milljarður dýra hafi drepist í gróðureldunum síðan í september og þar við bætast öll særðu dýrin og fyrir þau sem hafa lifað af hafa eldarnir algerlega eyðilagt alla fæðu. Svo það eru mörg dýr sem þurfa hjálp,“ segir Erin. Pétur vonast til að margir komi og leggi hönd á plóg í kvöld en prjónakvöldið stendur frá klukkan sjö til klukkan ellefu í kvöld á Kex Hosteli. Ástralía Dýr Gróðureldar í Ástralíu Hjálparstarf Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu. Það er Erin Jade Turner sem átti hugmyndina af því að halda prjónakvöldið en hún fékk Pétur vin sinn til að aðstoða sig. Erin er áströlsk og býr í Sidney. Hún er nú stödd hér á landi en þegar hún flaug til Íslands fyrir miðjan desember var staðan slæm. „Daginn sem ég flaug frá Sydney var ég með grímu því reykurinn í Sydney-dældinni var svo þykkur og þungur og það rigndi ösku. Við eigum vini og ættingja sem hafa lent í þessu og orðið fyrir tjóni vegna eldanna. Það er erfitt að þekkja ekki einhvern sem hefur orðið fyrir áhrifum,“ segir Erin. Erin segir fjölda dýra hafa drepist í eldunum og önnur vera móðurlaus. Pokarnir séu hugsaðir fyrir þau. „Það er nýbúið að endurskoða matið, að meira en milljarður dýra hafi drepist í gróðureldunum síðan í september og þar við bætast öll særðu dýrin og fyrir þau sem hafa lifað af hafa eldarnir algerlega eyðilagt alla fæðu. Svo það eru mörg dýr sem þurfa hjálp,“ segir Erin. Pétur vonast til að margir komi og leggi hönd á plóg í kvöld en prjónakvöldið stendur frá klukkan sjö til klukkan ellefu í kvöld á Kex Hosteli.
Ástralía Dýr Gróðureldar í Ástralíu Hjálparstarf Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira