Jón Halldór: Ég er bara orðlaus Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 8. janúar 2020 21:47 Jonni hefur gert það sem gott spekingur í Dominos Körfuboltakvöldi. vísir/skjáskot Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45