Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Eiður Þór Árnason skrifar 10. janúar 2020 08:00 Hér sést Öxnadalsheiði við talsvert betri aðstæður en í fyrrakvöld og traktor sambærilegur þeim sem Finnur notaði. Vegagerðin/Aðsend Starfsmenn Finns ehf og Motul á Akureyri létu ófærð ekki stoppa sig þegar ætluðu sér að flýja íslenska veturinn og skella sér í utanlandsferð á meðan óveður gekk yfir landið. Þegar það var útséð að þeir myndu ekki komast frá Akureyri til Keflavíkur vegna ófærðar á Öxnadalsheiði greip yfirmaður þeirra til þess ráðs að ryðja heiðina á eigin vegum. RÚV greindi fyrst frá. Á miðvikudagskvöld gerði Finnur Aðalbjörnsson sér lítið fyrir og fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir Öxnadalsheiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust á EM í handbolta og til Birmingham. Finnur Aðalbjörnsson, eigandi Finns ehf og hluthafi í Motul, kann vel við sig í snjónum.Aðsend Þaulvanur snjónum Finnur er ekki óvanur snjónum en samnefnt fyrirtæki hans er stórtækt í snjómokstri á Norðurlandi. Hann lagði þetta því til við Vegagerðina og var tekið vel í hugmyndina þar á bæ að hans sögn. „Ég þekki strákana sem moka heiðina og það var búið að stoppa þá af í mokstrinum út af veðri og ég talaði náttúrulega við þá líka. Ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað sem hefði verið vont bæði fyrir þá og Vegagerðina. Þetta var allt í fína lagi og allt í sátt og samlyndi.“ Að sögn Finns voru aðstæður á Öxnadalsheiðinni með versta móti þegar hann fór þar í gegn og jafnvel með því versta sem hann hafi séð. „Það var mjög slæmt. Veðrið, mikill snjór og rosa harður.“ Bílunum fjölgaði óvænt Verkið gekk þó vel og áður en hann vissi af var búið að fjölga verulega í bílalestinni. Þegar hann var kominn yfir heiðina taldi Finnur alls 23 bíla á eftir sér. „Ég ætlaði nú bara að fara með þessa fjóra bíla yfir sko, ekki neina fleiri.“ Finnur segist hafa verið um fjóra og hálfan tíma yfir heiðina í fyrra skiptið. Eftir það sneri hann við í Skagafirði og hjálpaði um sjö bílum til baka sem keyrðu á eftir honum norður. „Ég var miklu fljótari til baka því þá gat ég bara mokað sömu slóðina eftir mig. Þó að hún væri orðin full þá var snjórinn orðinn svo léttur að það var gott að blása.“ Vildi ekki skilja neinn eftir Hann segir að flestir bílarnir hafi verið vel búnir en þó hafi verið nokkur vandræði með einn þeirra sem var aðeins búinn eindrifi og fylgdi honum á leiðinni til baka. „Hann var bara alltaf fastur í slóðinni þó að það væri búið að moka, af því að hann sá ekki neitt. Hann keyrði út úr slóðinni og komst ekki inn í hana og við þurftum að hjálpa honum mjög oft á leiðinni.“ „Við gátum náttúrulega ekki skilið hann eftir þarna.“ Kom aftur heim níu klukkustundum síðar Finnur telur að klukkan hafi verið orðin um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar hann kom aftur til Akureyrar. Þá hafi verið liðnar um níu klukkustundir frá því að hann lagði af stað að heiman. Aðspurður segist Finnur vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn. „Jájájá, það er alltaf gaman að fara í smá ævintýri maður. Það nennir enginn að horfa á vídeó öll kvöld eða DVD, maður verður eitthvað þreyttur á því.“ Akureyri Hörgársveit Samgöngur Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Starfsmenn Finns ehf og Motul á Akureyri létu ófærð ekki stoppa sig þegar ætluðu sér að flýja íslenska veturinn og skella sér í utanlandsferð á meðan óveður gekk yfir landið. Þegar það var útséð að þeir myndu ekki komast frá Akureyri til Keflavíkur vegna ófærðar á Öxnadalsheiði greip yfirmaður þeirra til þess ráðs að ryðja heiðina á eigin vegum. RÚV greindi fyrst frá. Á miðvikudagskvöld gerði Finnur Aðalbjörnsson sér lítið fyrir og fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir Öxnadalsheiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust á EM í handbolta og til Birmingham. Finnur Aðalbjörnsson, eigandi Finns ehf og hluthafi í Motul, kann vel við sig í snjónum.Aðsend Þaulvanur snjónum Finnur er ekki óvanur snjónum en samnefnt fyrirtæki hans er stórtækt í snjómokstri á Norðurlandi. Hann lagði þetta því til við Vegagerðina og var tekið vel í hugmyndina þar á bæ að hans sögn. „Ég þekki strákana sem moka heiðina og það var búið að stoppa þá af í mokstrinum út af veðri og ég talaði náttúrulega við þá líka. Ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað sem hefði verið vont bæði fyrir þá og Vegagerðina. Þetta var allt í fína lagi og allt í sátt og samlyndi.“ Að sögn Finns voru aðstæður á Öxnadalsheiðinni með versta móti þegar hann fór þar í gegn og jafnvel með því versta sem hann hafi séð. „Það var mjög slæmt. Veðrið, mikill snjór og rosa harður.“ Bílunum fjölgaði óvænt Verkið gekk þó vel og áður en hann vissi af var búið að fjölga verulega í bílalestinni. Þegar hann var kominn yfir heiðina taldi Finnur alls 23 bíla á eftir sér. „Ég ætlaði nú bara að fara með þessa fjóra bíla yfir sko, ekki neina fleiri.“ Finnur segist hafa verið um fjóra og hálfan tíma yfir heiðina í fyrra skiptið. Eftir það sneri hann við í Skagafirði og hjálpaði um sjö bílum til baka sem keyrðu á eftir honum norður. „Ég var miklu fljótari til baka því þá gat ég bara mokað sömu slóðina eftir mig. Þó að hún væri orðin full þá var snjórinn orðinn svo léttur að það var gott að blása.“ Vildi ekki skilja neinn eftir Hann segir að flestir bílarnir hafi verið vel búnir en þó hafi verið nokkur vandræði með einn þeirra sem var aðeins búinn eindrifi og fylgdi honum á leiðinni til baka. „Hann var bara alltaf fastur í slóðinni þó að það væri búið að moka, af því að hann sá ekki neitt. Hann keyrði út úr slóðinni og komst ekki inn í hana og við þurftum að hjálpa honum mjög oft á leiðinni.“ „Við gátum náttúrulega ekki skilið hann eftir þarna.“ Kom aftur heim níu klukkustundum síðar Finnur telur að klukkan hafi verið orðin um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar hann kom aftur til Akureyrar. Þá hafi verið liðnar um níu klukkustundir frá því að hann lagði af stað að heiman. Aðspurður segist Finnur vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn. „Jájájá, það er alltaf gaman að fara í smá ævintýri maður. Það nennir enginn að horfa á vídeó öll kvöld eða DVD, maður verður eitthvað þreyttur á því.“
Akureyri Hörgársveit Samgöngur Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira