Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2020 10:15 Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða. Getty Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tikhanovskaja hefur hvatt landsmenn sína til að skrifa undir undirskriftarsöfnun þar sem endurtalningar í forsetakosningum síðustu helgar er krafist. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga eftir að landskjörstjórn tilkynnti að forsetinn Aleksandr Lúkasjenkó, hafi fengið um 80 prósent atkvæða. Lögregla hefur handtekið tæplega sjö þúsund mótmælendur í vikunni en talsmenn yfirvalda segja að þeim verði sleppt í dag. Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og hafa komið fram ásakanir um víðtækt kosningasvindl. Ræða viðskiptaþvinganir Erlendir fjölmiðlar segja Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, nú hafa lagt til að beita skuli Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna, en utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða málið. Áður hafði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagt að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar. Lúkasjenkó hefur stýrt landinu frá árinu 1994 og hefur hann lengi verið kallaður síðasta einræðisherra Evrópu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tikhanovskaja hefur hvatt landsmenn sína til að skrifa undir undirskriftarsöfnun þar sem endurtalningar í forsetakosningum síðustu helgar er krafist. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga eftir að landskjörstjórn tilkynnti að forsetinn Aleksandr Lúkasjenkó, hafi fengið um 80 prósent atkvæða. Lögregla hefur handtekið tæplega sjö þúsund mótmælendur í vikunni en talsmenn yfirvalda segja að þeim verði sleppt í dag. Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og hafa komið fram ásakanir um víðtækt kosningasvindl. Ræða viðskiptaþvinganir Erlendir fjölmiðlar segja Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, nú hafa lagt til að beita skuli Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna, en utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða málið. Áður hafði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagt að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar. Lúkasjenkó hefur stýrt landinu frá árinu 1994 og hefur hann lengi verið kallaður síðasta einræðisherra Evrópu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36