Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2020 10:15 Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða. Getty Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tikhanovskaja hefur hvatt landsmenn sína til að skrifa undir undirskriftarsöfnun þar sem endurtalningar í forsetakosningum síðustu helgar er krafist. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga eftir að landskjörstjórn tilkynnti að forsetinn Aleksandr Lúkasjenkó, hafi fengið um 80 prósent atkvæða. Lögregla hefur handtekið tæplega sjö þúsund mótmælendur í vikunni en talsmenn yfirvalda segja að þeim verði sleppt í dag. Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og hafa komið fram ásakanir um víðtækt kosningasvindl. Ræða viðskiptaþvinganir Erlendir fjölmiðlar segja Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, nú hafa lagt til að beita skuli Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna, en utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða málið. Áður hafði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagt að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar. Lúkasjenkó hefur stýrt landinu frá árinu 1994 og hefur hann lengi verið kallaður síðasta einræðisherra Evrópu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tikhanovskaja hefur hvatt landsmenn sína til að skrifa undir undirskriftarsöfnun þar sem endurtalningar í forsetakosningum síðustu helgar er krafist. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga eftir að landskjörstjórn tilkynnti að forsetinn Aleksandr Lúkasjenkó, hafi fengið um 80 prósent atkvæða. Lögregla hefur handtekið tæplega sjö þúsund mótmælendur í vikunni en talsmenn yfirvalda segja að þeim verði sleppt í dag. Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og hafa komið fram ásakanir um víðtækt kosningasvindl. Ræða viðskiptaþvinganir Erlendir fjölmiðlar segja Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, nú hafa lagt til að beita skuli Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna, en utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða málið. Áður hafði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagt að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar. Lúkasjenkó hefur stýrt landinu frá árinu 1994 og hefur hann lengi verið kallaður síðasta einræðisherra Evrópu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila