Liverpool banarnir þurfa ekki að dekka langstærstu stjörnu Leipzig í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:30 Diego Simeone fann leið til að stoppa Liverpool liðið en spænska liðið er stóra liðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube
Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira