Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 13:20 Rafskútur Hopps eru komnar til Spánar. Mynd/Hopp Rafskútuleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. Íslendingar ættu að kannast við Rafskútuleiguna Hopp sem býður vegfarendum að leigja sér rafmagnsdrifin hlaupahjól eða skútur líkt og þær eru kallaðar til þess að ferðast um, en sprenging hefur orðið í vinsældum rafmagnshlaupahjóla undanfarna mánuði. Hopp virkar þannig að notendur geta leigt sér rafskútu í ákveðinn tíma og sérstöku símaforriti er hægt að sjá staðsetningu þeirra skúta sem í boði eru. Notendur geta svo gripið næstu lausa skútu og haldið af stað. Í tilkynningu frá Hopp á Íslandi segir að útibúið á Spáni sé á Orihuela Costa þar sem í fyrstu verða í boði 70 rafskútur. Opnunin er sem fyrr segir í samstarfi við GO2PLACE S.L sem fær sérleyfi á vörumerki og tækni Hopp í kringum leiguna. Félagið er að fullu í eigu Íslendinga. Vissara að hafa sóttvarnirnar á hreinu.Mynd/Hopp Þá leitar Hopp jafnframt að samstarfsaðilum sem hafa áhuga á því að opna rekstur erlendis í gegnum sérleyfi frá Hopp, en þeir þurfi að hafa fjárhagslegt bolmagn fyrir hlaupahjólum og forsendur fyrir að reka sérleyfi erlendis. Í samtali við Vísi segir Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp, að markmiðið fyrirtækisins sé ekki að herja á stórborgir heimsins, líkt og stærstu rafskútuleigur heimsins geri. „Almennt er þetta þjónusta sem er bara aðgengileg í stórborgum. Við viljum herja á minni borgir, svæði þar sem búa á milli 50 þúsund og 500 þúsund íbúar,“ segir Eyþór Máni. Þannig sé markmiðið að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu, líkt og það er orðað í tilkynningu. Samgöngur Íslendingar erlendis Rafhlaupahjól Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Rafskútuleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. Íslendingar ættu að kannast við Rafskútuleiguna Hopp sem býður vegfarendum að leigja sér rafmagnsdrifin hlaupahjól eða skútur líkt og þær eru kallaðar til þess að ferðast um, en sprenging hefur orðið í vinsældum rafmagnshlaupahjóla undanfarna mánuði. Hopp virkar þannig að notendur geta leigt sér rafskútu í ákveðinn tíma og sérstöku símaforriti er hægt að sjá staðsetningu þeirra skúta sem í boði eru. Notendur geta svo gripið næstu lausa skútu og haldið af stað. Í tilkynningu frá Hopp á Íslandi segir að útibúið á Spáni sé á Orihuela Costa þar sem í fyrstu verða í boði 70 rafskútur. Opnunin er sem fyrr segir í samstarfi við GO2PLACE S.L sem fær sérleyfi á vörumerki og tækni Hopp í kringum leiguna. Félagið er að fullu í eigu Íslendinga. Vissara að hafa sóttvarnirnar á hreinu.Mynd/Hopp Þá leitar Hopp jafnframt að samstarfsaðilum sem hafa áhuga á því að opna rekstur erlendis í gegnum sérleyfi frá Hopp, en þeir þurfi að hafa fjárhagslegt bolmagn fyrir hlaupahjólum og forsendur fyrir að reka sérleyfi erlendis. Í samtali við Vísi segir Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp, að markmiðið fyrirtækisins sé ekki að herja á stórborgir heimsins, líkt og stærstu rafskútuleigur heimsins geri. „Almennt er þetta þjónusta sem er bara aðgengileg í stórborgum. Við viljum herja á minni borgir, svæði þar sem búa á milli 50 þúsund og 500 þúsund íbúar,“ segir Eyþór Máni. Þannig sé markmiðið að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu, líkt og það er orðað í tilkynningu.
Samgöngur Íslendingar erlendis Rafhlaupahjól Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira