Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, vill fá Luis Suárez til sín í Al Arabi og bað um að möguleikinn á því yrði kannaður.
Þetta segir Mitch Freeley, sérfræðingur um fótboltann í Katar og starfsmaður beIN Sports í landinu.
A little bit more on Al Arabi looking to sign Luis Suárez.
— Mitch Freeley (@mitchos) August 12, 2020
Request came from Heimir Hallgrímsson
Al Gharafa and Al Duhail NOT looking at the player
Arabi have approached player representatives enquiring about price and chance to leave Barca at the end of the season pic.twitter.com/7TqPplXCAn
Freeley segir að Arabi hafi sett sig í samband við umboðsmenn Suárez til að ræða kostnað og möguleikann á að Suárez fari frá Barcelona í lok leiktíðar.
Suárez, sem er 33 ára, skoraði 16 mörk í spænsku 1. deildinni í vetur en leiktíðinni er ekki lokið hjá Barcelona sem mætir Bayern München í stórleik í Meistaradeild Evrópu á föstudaginn.