Nýbúinn að tapa fyrir United en þakkaði Solskjær fyrir allt sem hann hefur gert í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 10:30 Zeca þakkar Ole Gunnar Solskjær fyrir leikinn og það sem Norðmaðurinn hefur gert fyrir uppáhaldslið fyrirliða FCK. Getty/Sascha Steinbach Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira