Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2020 08:19 Heiðagæsin er eftirsótt bráð. Þrátt fyrir að stangveiðitímabilið standi ennþá yfir eru margir veiðimenn þegar farnir að telja niður dagana þangað til gæsaveiðin hefst. Gæsaveiðin hefst 20. ágúst og það er að venju ansi fjölmennt á helstu stöðum fyrstu dagana og vikurnar. Mesta ásóknin er yfirleitt í heiðagæs fyrst á tímabilinu enda er hún þá í berjum og það er það sem skyttur landsins sækjast eftir. Fuglinn er sérstaklega bragðgóður þegar hann er að éta ber og þetta er að margra mati langbesta villibráðin. Veiði á grágæs hefst á sama tíma en meira er sótt í hana síðar á tímabilinu þegar hún fer að herja á kornakra og tún á láglendi. Það er mikið af heiðagæs á landinu og stofninn þolir vel veiði. Á vefnum Fuglavefur.is segir:"Heiðagæs er farfugl. Aðalvarpstöðvarnar eru á hálendinu en heiðagæs hefur verið að breiðast út niður með helstu stórám og víðar og verpur nú sums staðar á láglendi, allt niður undir sjávarmál. Hefur fækkað í Þjórsárverum, sem voru lengi stærsta heiðagæsavarp í heimi. Vetrarstöðvar heiðagæsar eru í Skotlandi og Norður-Englandi. Meirihluti íslenskra geldfugla fer til Grænlands í lok júní til að fella flugfjaðrir og grænlenskir varpfuglar fara um Ísland vor og haust. Íslensk-grænlenski stofninn hefur stækkað mjög á undanförnum áratugum, úr 23.000 fuglum árið 1952 í 390.000 fugla haustið 2014." Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Þrátt fyrir að stangveiðitímabilið standi ennþá yfir eru margir veiðimenn þegar farnir að telja niður dagana þangað til gæsaveiðin hefst. Gæsaveiðin hefst 20. ágúst og það er að venju ansi fjölmennt á helstu stöðum fyrstu dagana og vikurnar. Mesta ásóknin er yfirleitt í heiðagæs fyrst á tímabilinu enda er hún þá í berjum og það er það sem skyttur landsins sækjast eftir. Fuglinn er sérstaklega bragðgóður þegar hann er að éta ber og þetta er að margra mati langbesta villibráðin. Veiði á grágæs hefst á sama tíma en meira er sótt í hana síðar á tímabilinu þegar hún fer að herja á kornakra og tún á láglendi. Það er mikið af heiðagæs á landinu og stofninn þolir vel veiði. Á vefnum Fuglavefur.is segir:"Heiðagæs er farfugl. Aðalvarpstöðvarnar eru á hálendinu en heiðagæs hefur verið að breiðast út niður með helstu stórám og víðar og verpur nú sums staðar á láglendi, allt niður undir sjávarmál. Hefur fækkað í Þjórsárverum, sem voru lengi stærsta heiðagæsavarp í heimi. Vetrarstöðvar heiðagæsar eru í Skotlandi og Norður-Englandi. Meirihluti íslenskra geldfugla fer til Grænlands í lok júní til að fella flugfjaðrir og grænlenskir varpfuglar fara um Ísland vor og haust. Íslensk-grænlenski stofninn hefur stækkað mjög á undanförnum áratugum, úr 23.000 fuglum árið 1952 í 390.000 fugla haustið 2014."
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði