Sjáðu Redondo-tilþrif Rasmus Falk gegn United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2020 23:16 Rasmus Falk býr sig undir að plata Brandon Williams upp úr skónum. getty/Lars Ronbog Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58
Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37