Klúðraði algjörri draumastöðu þegar hún gat unnið fyrsta sigur sinn í 27 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 17:00 Danielle Kang þóttist vera að taka sjálfu þegar hún fagnaði sigri sínum í gær. Getty/ Gregory Shamus Bandaríski kylfingurinn Danielle Kang vann annað mótið í röð á LPGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hún tryggði sér dramatískan sigur á Marathon Classic golfmótinu í Ohio fylki. Viku áður hafði hún unnið LPGA Drive On mótið. Stærsta fréttin frá mótinu verður þó alltaf klúður kollega Danielle Kang fremur en frábær spilamennska hennar sjálfrar. Danielle Kang var fimm höggum á eftir hinn nýsjálensku Lydia Ko þegar aðeins sex holur voru eftir. Það þurfti þó ekki einhverja stórkostlega spilamennsku hjá Danielle Kang til að tryggja sér sigurinn. .@daniellekang comes back to win her second consecutive LPGA Tour title at the @MarathonLPGA. RECAP https://t.co/FzuObA6huw— LPGA (@LPGA) August 10, 2020 Ástæðan var algjört hrun hjá Lydiu Ko sem tapaði hverju högginu á fætur öðru á lokaholunum. Ko kórónaði síðan klúðrið með því að frá tvöfaldan skolla á átjándu holunni. Hún fékk pútt til að tryggja sér umspil en klúðraði því líka. Það þýddi að Danielle Kang vann Marathon Classic golfmótið með einu höggi þrátt fyrir að ná bara að pari á fjórum síðustu holunum sínum. Fuglar Kang á þrettándu og fjórtándu voru nóg til að skila henni sigrinum. Kang hefur nú unnið fimm LPGA-mót á ferlinum. "I don't give up very often."You can say that again. @daniellekang proved that today at the @MarathonLPGA! pic.twitter.com/oVaqPdoEw5— LPGA (@LPGA) August 10, 2020 „Ég hef verið að spila gott og stöðugt golf bæði fyrir og eftir sóttkví. Ég held að aðalástæðan fyrir því er að ég hef ekki einbeitt mér að öðru en að því sem ég bætt mig í. Við höfum alltaf möguleika á að bæta okkur og það er það fallega við golfið,“ sagði Danielle Kang. Það sem gerði þetta klúður Ko enn stærra í augum margra var að hún var þarna á góðri leið með því að vinna sitt fyrsta mót í 27 mánuði. One of the most unbelievable finishes ever at the Marathon Classic. Lydia Ko makes a double bogey on 18. Danielle Kang makes par. Kang wins back-to-back tournaments in Toledo. Unreal.Ko had a 5 shot lead after 12. Wow. pic.twitter.com/deGxf1NaJK— Jordan Strack (@JordanStrack) August 9, 2020 Lydia Ko sló í gegn mjög ung og náði efsta sæti á heimslistanum þegar hún var aðeins 17 ára og 9 mánaða. Hún var einnig sú yngsta til að vinna risamót eða aðeins átján ára og rúmlega fjögurra mánaða. Nú er hún ekki inn á topp fimmtíu eftir mörg mögur ár. Lydia Ko hefur ekki unnið golfmót síðan í lok apríl 2018 og það er eini sigur hennar síðan á Marathon Classic mótinu fyrir fjórum árum síðan. „Ég held að þetta hafi verið guð að segja mér að þetta var ekki minn dagur,“ sagði Lydia Ko sem hefur gert lítið að viti síðan hún rak þjálfara sinn. Hann var allt annað en sáttur og þá sérstaklega með framkomu foreldra hennar. .@daniellekang fires a final round 68 to claim her second consecutive Tour title at the @MarathonLPGA FULL LEADERBOARD https://t.co/BtHy20ty8B#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) August 9, 2020 Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Danielle Kang vann annað mótið í röð á LPGA mótaröðinni í golfi í gær þegar hún tryggði sér dramatískan sigur á Marathon Classic golfmótinu í Ohio fylki. Viku áður hafði hún unnið LPGA Drive On mótið. Stærsta fréttin frá mótinu verður þó alltaf klúður kollega Danielle Kang fremur en frábær spilamennska hennar sjálfrar. Danielle Kang var fimm höggum á eftir hinn nýsjálensku Lydia Ko þegar aðeins sex holur voru eftir. Það þurfti þó ekki einhverja stórkostlega spilamennsku hjá Danielle Kang til að tryggja sér sigurinn. .@daniellekang comes back to win her second consecutive LPGA Tour title at the @MarathonLPGA. RECAP https://t.co/FzuObA6huw— LPGA (@LPGA) August 10, 2020 Ástæðan var algjört hrun hjá Lydiu Ko sem tapaði hverju högginu á fætur öðru á lokaholunum. Ko kórónaði síðan klúðrið með því að frá tvöfaldan skolla á átjándu holunni. Hún fékk pútt til að tryggja sér umspil en klúðraði því líka. Það þýddi að Danielle Kang vann Marathon Classic golfmótið með einu höggi þrátt fyrir að ná bara að pari á fjórum síðustu holunum sínum. Fuglar Kang á þrettándu og fjórtándu voru nóg til að skila henni sigrinum. Kang hefur nú unnið fimm LPGA-mót á ferlinum. "I don't give up very often."You can say that again. @daniellekang proved that today at the @MarathonLPGA! pic.twitter.com/oVaqPdoEw5— LPGA (@LPGA) August 10, 2020 „Ég hef verið að spila gott og stöðugt golf bæði fyrir og eftir sóttkví. Ég held að aðalástæðan fyrir því er að ég hef ekki einbeitt mér að öðru en að því sem ég bætt mig í. Við höfum alltaf möguleika á að bæta okkur og það er það fallega við golfið,“ sagði Danielle Kang. Það sem gerði þetta klúður Ko enn stærra í augum margra var að hún var þarna á góðri leið með því að vinna sitt fyrsta mót í 27 mánuði. One of the most unbelievable finishes ever at the Marathon Classic. Lydia Ko makes a double bogey on 18. Danielle Kang makes par. Kang wins back-to-back tournaments in Toledo. Unreal.Ko had a 5 shot lead after 12. Wow. pic.twitter.com/deGxf1NaJK— Jordan Strack (@JordanStrack) August 9, 2020 Lydia Ko sló í gegn mjög ung og náði efsta sæti á heimslistanum þegar hún var aðeins 17 ára og 9 mánaða. Hún var einnig sú yngsta til að vinna risamót eða aðeins átján ára og rúmlega fjögurra mánaða. Nú er hún ekki inn á topp fimmtíu eftir mörg mögur ár. Lydia Ko hefur ekki unnið golfmót síðan í lok apríl 2018 og það er eini sigur hennar síðan á Marathon Classic mótinu fyrir fjórum árum síðan. „Ég held að þetta hafi verið guð að segja mér að þetta var ekki minn dagur,“ sagði Lydia Ko sem hefur gert lítið að viti síðan hún rak þjálfara sinn. Hann var allt annað en sáttur og þá sérstaklega með framkomu foreldra hennar. .@daniellekang fires a final round 68 to claim her second consecutive Tour title at the @MarathonLPGA FULL LEADERBOARD https://t.co/BtHy20ty8B#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) August 9, 2020
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira