Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 23:39 Íbúar Minsk mótmæltu eftir að hafa greitt atkvæði í forsetakosningum dagsins. AP/Sergei Grits Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Því hefur stöðugt verið haldið fram af andstæðingum forsetans að hann og fylgismenn hans hafi ákveðið úrslit kosninganna fyrir fram til þess að tryggja Lúkasjenkó enn einn kosningasigurinn. Hvítrússar virðast þó upp til hópa hafa fengið nót af forsetanum sem stundum hefur verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu.“ Andstæðingum Lúkasjenkó hefur reynst erfitt að bjóða sig fram gegn honum en helstu andstæðingum hans var fyrr í sumar bannað að bjóða sig fram. Hefur annar þeirra verið fangelsaður og hinn neyðst til að flýja til Rússlands. Þó bauð Svetlana Tíkanovskaja sig fram gegn forsetanum en átta starfsmenn hennar voru handteknir í gær daginn fyrir kosningar. Samkvæmt einu útgönguspánni sem stjórnvöld höfðu leyft var útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó sem var spáð 79,9% atkvæða en formaður yfirkjörstjórnar tilkynnti eftir kosningarnar að forskot Lúkasjenkó í sumum kjördæmum væri mun meira og hlyti hann 90% greiddra atkvæða sums staðar í landinu. Lúkasjenkó hefur verið við stjórnvölinn frá 1994 og örlar á óánægju með störf hans.AP/Sergei Grits Framboð Tíkanovskaju hefur þó varað við því fyrir kosningarnar að brögð séu í tafli. Mikill fjöldi hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og hafi atkvæðakassanna ekki verið gætt á meðan. Hún segist þá ekki treysta útgefnum niðurstöðum kosninganna og ekki síst niðurstöðu útgönguspárinnar sem sagði frambjóðandann hljóta 7% atkvæða. „Ég trúi því sem ég sé og ég sé að meirihlutinn stendur okkur að baki,“ sagði Tíkanovskaja í morgun. Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa mótmæli í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og víðar aukist verulega. Lögregla hefur þurft að beita blossasprengjum og táragasi gegn mannfjöldanum sem vill breytingar eftir 24 ár af Alexander Lúkasjenkó í embætti forseta. Sjá má myndbönd frá Hvíta-Rússlandi hér að neðan. #Belarus: unbelievable footage from #Minsk tonight. Protesters are fighting back against the police.Belarusians have had enough of the #Lukashenko dictatorship pic.twitter.com/MtUQ6UmzPS— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 In Minsk large crowds of people are moving to the centre from all the residential districts pic.twitter.com/IXD8OZrwU0— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 Tens of thousands of people in Minsk city centre. Police don't handle the situation anymore pic.twitter.com/Z5Jck4GfCC— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 ❗️Police truck hitting a protester in Minsk at speed pic.twitter.com/mVChTwLeP1— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 This footage from #Minsk, #Belarus sadly appears to confirm the violence we've warned against. Video: @tutby. pic.twitter.com/PGG4fkcXvt— Amnesty International (@amnesty) August 9, 2020 Check out central Minsk right now. pic.twitter.com/UNlrINmpfp— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 9, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Því hefur stöðugt verið haldið fram af andstæðingum forsetans að hann og fylgismenn hans hafi ákveðið úrslit kosninganna fyrir fram til þess að tryggja Lúkasjenkó enn einn kosningasigurinn. Hvítrússar virðast þó upp til hópa hafa fengið nót af forsetanum sem stundum hefur verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu.“ Andstæðingum Lúkasjenkó hefur reynst erfitt að bjóða sig fram gegn honum en helstu andstæðingum hans var fyrr í sumar bannað að bjóða sig fram. Hefur annar þeirra verið fangelsaður og hinn neyðst til að flýja til Rússlands. Þó bauð Svetlana Tíkanovskaja sig fram gegn forsetanum en átta starfsmenn hennar voru handteknir í gær daginn fyrir kosningar. Samkvæmt einu útgönguspánni sem stjórnvöld höfðu leyft var útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó sem var spáð 79,9% atkvæða en formaður yfirkjörstjórnar tilkynnti eftir kosningarnar að forskot Lúkasjenkó í sumum kjördæmum væri mun meira og hlyti hann 90% greiddra atkvæða sums staðar í landinu. Lúkasjenkó hefur verið við stjórnvölinn frá 1994 og örlar á óánægju með störf hans.AP/Sergei Grits Framboð Tíkanovskaju hefur þó varað við því fyrir kosningarnar að brögð séu í tafli. Mikill fjöldi hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og hafi atkvæðakassanna ekki verið gætt á meðan. Hún segist þá ekki treysta útgefnum niðurstöðum kosninganna og ekki síst niðurstöðu útgönguspárinnar sem sagði frambjóðandann hljóta 7% atkvæða. „Ég trúi því sem ég sé og ég sé að meirihlutinn stendur okkur að baki,“ sagði Tíkanovskaja í morgun. Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa mótmæli í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og víðar aukist verulega. Lögregla hefur þurft að beita blossasprengjum og táragasi gegn mannfjöldanum sem vill breytingar eftir 24 ár af Alexander Lúkasjenkó í embætti forseta. Sjá má myndbönd frá Hvíta-Rússlandi hér að neðan. #Belarus: unbelievable footage from #Minsk tonight. Protesters are fighting back against the police.Belarusians have had enough of the #Lukashenko dictatorship pic.twitter.com/MtUQ6UmzPS— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 In Minsk large crowds of people are moving to the centre from all the residential districts pic.twitter.com/IXD8OZrwU0— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 Tens of thousands of people in Minsk city centre. Police don't handle the situation anymore pic.twitter.com/Z5Jck4GfCC— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 ❗️Police truck hitting a protester in Minsk at speed pic.twitter.com/mVChTwLeP1— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 This footage from #Minsk, #Belarus sadly appears to confirm the violence we've warned against. Video: @tutby. pic.twitter.com/PGG4fkcXvt— Amnesty International (@amnesty) August 9, 2020 Check out central Minsk right now. pic.twitter.com/UNlrINmpfp— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 9, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira