Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 23:39 Íbúar Minsk mótmæltu eftir að hafa greitt atkvæði í forsetakosningum dagsins. AP/Sergei Grits Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Því hefur stöðugt verið haldið fram af andstæðingum forsetans að hann og fylgismenn hans hafi ákveðið úrslit kosninganna fyrir fram til þess að tryggja Lúkasjenkó enn einn kosningasigurinn. Hvítrússar virðast þó upp til hópa hafa fengið nót af forsetanum sem stundum hefur verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu.“ Andstæðingum Lúkasjenkó hefur reynst erfitt að bjóða sig fram gegn honum en helstu andstæðingum hans var fyrr í sumar bannað að bjóða sig fram. Hefur annar þeirra verið fangelsaður og hinn neyðst til að flýja til Rússlands. Þó bauð Svetlana Tíkanovskaja sig fram gegn forsetanum en átta starfsmenn hennar voru handteknir í gær daginn fyrir kosningar. Samkvæmt einu útgönguspánni sem stjórnvöld höfðu leyft var útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó sem var spáð 79,9% atkvæða en formaður yfirkjörstjórnar tilkynnti eftir kosningarnar að forskot Lúkasjenkó í sumum kjördæmum væri mun meira og hlyti hann 90% greiddra atkvæða sums staðar í landinu. Lúkasjenkó hefur verið við stjórnvölinn frá 1994 og örlar á óánægju með störf hans.AP/Sergei Grits Framboð Tíkanovskaju hefur þó varað við því fyrir kosningarnar að brögð séu í tafli. Mikill fjöldi hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og hafi atkvæðakassanna ekki verið gætt á meðan. Hún segist þá ekki treysta útgefnum niðurstöðum kosninganna og ekki síst niðurstöðu útgönguspárinnar sem sagði frambjóðandann hljóta 7% atkvæða. „Ég trúi því sem ég sé og ég sé að meirihlutinn stendur okkur að baki,“ sagði Tíkanovskaja í morgun. Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa mótmæli í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og víðar aukist verulega. Lögregla hefur þurft að beita blossasprengjum og táragasi gegn mannfjöldanum sem vill breytingar eftir 24 ár af Alexander Lúkasjenkó í embætti forseta. Sjá má myndbönd frá Hvíta-Rússlandi hér að neðan. #Belarus: unbelievable footage from #Minsk tonight. Protesters are fighting back against the police.Belarusians have had enough of the #Lukashenko dictatorship pic.twitter.com/MtUQ6UmzPS— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 In Minsk large crowds of people are moving to the centre from all the residential districts pic.twitter.com/IXD8OZrwU0— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 Tens of thousands of people in Minsk city centre. Police don't handle the situation anymore pic.twitter.com/Z5Jck4GfCC— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 ❗️Police truck hitting a protester in Minsk at speed pic.twitter.com/mVChTwLeP1— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 This footage from #Minsk, #Belarus sadly appears to confirm the violence we've warned against. Video: @tutby. pic.twitter.com/PGG4fkcXvt— Amnesty International (@amnesty) August 9, 2020 Check out central Minsk right now. pic.twitter.com/UNlrINmpfp— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 9, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Því hefur stöðugt verið haldið fram af andstæðingum forsetans að hann og fylgismenn hans hafi ákveðið úrslit kosninganna fyrir fram til þess að tryggja Lúkasjenkó enn einn kosningasigurinn. Hvítrússar virðast þó upp til hópa hafa fengið nót af forsetanum sem stundum hefur verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu.“ Andstæðingum Lúkasjenkó hefur reynst erfitt að bjóða sig fram gegn honum en helstu andstæðingum hans var fyrr í sumar bannað að bjóða sig fram. Hefur annar þeirra verið fangelsaður og hinn neyðst til að flýja til Rússlands. Þó bauð Svetlana Tíkanovskaja sig fram gegn forsetanum en átta starfsmenn hennar voru handteknir í gær daginn fyrir kosningar. Samkvæmt einu útgönguspánni sem stjórnvöld höfðu leyft var útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó sem var spáð 79,9% atkvæða en formaður yfirkjörstjórnar tilkynnti eftir kosningarnar að forskot Lúkasjenkó í sumum kjördæmum væri mun meira og hlyti hann 90% greiddra atkvæða sums staðar í landinu. Lúkasjenkó hefur verið við stjórnvölinn frá 1994 og örlar á óánægju með störf hans.AP/Sergei Grits Framboð Tíkanovskaju hefur þó varað við því fyrir kosningarnar að brögð séu í tafli. Mikill fjöldi hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og hafi atkvæðakassanna ekki verið gætt á meðan. Hún segist þá ekki treysta útgefnum niðurstöðum kosninganna og ekki síst niðurstöðu útgönguspárinnar sem sagði frambjóðandann hljóta 7% atkvæða. „Ég trúi því sem ég sé og ég sé að meirihlutinn stendur okkur að baki,“ sagði Tíkanovskaja í morgun. Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa mótmæli í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og víðar aukist verulega. Lögregla hefur þurft að beita blossasprengjum og táragasi gegn mannfjöldanum sem vill breytingar eftir 24 ár af Alexander Lúkasjenkó í embætti forseta. Sjá má myndbönd frá Hvíta-Rússlandi hér að neðan. #Belarus: unbelievable footage from #Minsk tonight. Protesters are fighting back against the police.Belarusians have had enough of the #Lukashenko dictatorship pic.twitter.com/MtUQ6UmzPS— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 In Minsk large crowds of people are moving to the centre from all the residential districts pic.twitter.com/IXD8OZrwU0— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 Tens of thousands of people in Minsk city centre. Police don't handle the situation anymore pic.twitter.com/Z5Jck4GfCC— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 ❗️Police truck hitting a protester in Minsk at speed pic.twitter.com/mVChTwLeP1— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 This footage from #Minsk, #Belarus sadly appears to confirm the violence we've warned against. Video: @tutby. pic.twitter.com/PGG4fkcXvt— Amnesty International (@amnesty) August 9, 2020 Check out central Minsk right now. pic.twitter.com/UNlrINmpfp— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 9, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira