Mikil þoka var í grennd við Trölladyngju og Keili á Reykjanesi í kvöld og komust tveir einstaklingar í hann krappan vegna aðstæðna.
Rétt um klukkan átta í kvöld barst björgunarsveitum tilkynning þar sem að fólkið hafði verið villt í tæplega 5 klukkustundir.
Alls voru 40 björgunarsveitarmenn við leitina en hægt var að komast að þeim með símasambandi. Tókst þeim að lokum að komast að bíl sínum um hálftíma eftir að útkall barst.
