Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 15:30 Alexander Lúkasjenkó sitjandi forseti og Svetlana Tikhanovskaya forsetaframbjóðandi greiða atkvæði í forsetakosningunum í morgun. EPA/TATYANA ZENKOVICH Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. Lúkasjenkó sem hefur stýrt landinu í 26 ár hefur verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Tikhanovskaya er í framboði eftir að hafa hlaupið í skarðið fyrir eiginmann sinn sem upphaflega bauð sig fram en var handtekinn fyrir að efna til meintra óeirða og var honum meinað að bjóða sig fram. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið undanfarið og hafa landsmenn lýst yfir mikilli óánægju með forsetann. Bæði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu en einnig vegna viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum. Þá á landið í stappi við Rússland eftir að rússneskir málaliðar voru handteknir. Forsetakosningar síðustu ára hafa verið harðlega gagnrýndar af eftirlitsaðilum en í síðustu forsetakosningum, sem fóru fram árið 2015, bar Lúkasjenkó sigur úr bítum með 83,5% greiddra atkvæða. Enginn mótframbjóðenda hans var talinn líklegur til sigurs en eftirlitsaðilar kosninganna greindu frá að kosningarnar hafi ekki farið rétt fram. Langar biðraðir hafa verið fyrir utan kjörstaði í landinu og fyrir utan sendiráð Hvíta-Rússlands erlendis. Hverjar eru konurnar sem standa í hárinu á Lúkasjenkó? Lúkasjenkó er talinn sigurstranglegur í kosningunum en mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya hefur ruggað bátnum talsvert. Tikhanovskaya var kennari en hefur verið heimavinnandi undanfarin ár og hefur haldið út vinsælu bloggi. Eftir að eiginmaður hennar, sem bauð sig fram til forseta, var fangelsaður tók hún hans stað. Maria Kolesnikova gekk til liðs við hana en Kolesnikova var kosningastjóri frambjóðandans Viktors Babariko. Babariko var hins vegar fangelsaður og ákvað Kolesnikova þá að beina kröftum sínum að framboði Tikhanovskaya. Veronika Tsepkalo gekk einnig til liðs við þær eftir að eiginmaður hennar sem hafði tilkynnt framboð til forseta flúði til Rússland með börn þeirra vegna hótana. Konurnar hafa vakið mikla athygli en Lúkasjenkó hefur gert lítið úr framboðinu og sagt þær „aumingja litlar stelpur“ og „grey.“ Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hvítrússneskt samfélag sé ekki tilbúið til að kjósa sér konu til forseta og að konur eigi ekki heima í stjórnmálum. Þá hefur hann haldið því fram að Tikhanovskaya sé strengjabrúða erlendra afla. Tugir þúsunda Hvít-Rússa leituðu á götur þegar ljóst var að stjórnvöld væru í nokkurs konar „herferð“ gegn stjórnarandstöðu. Blásið var til mótmæla í Minsk, höfuðborg landsins, sem voru stærstu mótmæli í landinu í áratug. Síðan kosningabaráttan hófst í lok maí hafa meira en 2000 einstaklingar verið handteknir samkvæmt tölum Human Rights Center Viasna. Kosningastjóri Tikhanovskaya, Maria Moroz, var handtekin í gærkvöldi að sögn framboðsins og hefur þeim verið gert ljóst að hún verði ekki leyst úr haldi fyrr en á mánudag. Þá var Maria Kolesnikova einnig handtekin en leyst úr haldi stuttu síðar. Þá hafa fregnir borist af því að internetaðgengi hafi verið mjög takmarkað í dag. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar telja það koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með framkvæmd kosninganna og auðveldi kosningasvindl. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. Lúkasjenkó sem hefur stýrt landinu í 26 ár hefur verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Tikhanovskaya er í framboði eftir að hafa hlaupið í skarðið fyrir eiginmann sinn sem upphaflega bauð sig fram en var handtekinn fyrir að efna til meintra óeirða og var honum meinað að bjóða sig fram. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið undanfarið og hafa landsmenn lýst yfir mikilli óánægju með forsetann. Bæði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu en einnig vegna viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum. Þá á landið í stappi við Rússland eftir að rússneskir málaliðar voru handteknir. Forsetakosningar síðustu ára hafa verið harðlega gagnrýndar af eftirlitsaðilum en í síðustu forsetakosningum, sem fóru fram árið 2015, bar Lúkasjenkó sigur úr bítum með 83,5% greiddra atkvæða. Enginn mótframbjóðenda hans var talinn líklegur til sigurs en eftirlitsaðilar kosninganna greindu frá að kosningarnar hafi ekki farið rétt fram. Langar biðraðir hafa verið fyrir utan kjörstaði í landinu og fyrir utan sendiráð Hvíta-Rússlands erlendis. Hverjar eru konurnar sem standa í hárinu á Lúkasjenkó? Lúkasjenkó er talinn sigurstranglegur í kosningunum en mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya hefur ruggað bátnum talsvert. Tikhanovskaya var kennari en hefur verið heimavinnandi undanfarin ár og hefur haldið út vinsælu bloggi. Eftir að eiginmaður hennar, sem bauð sig fram til forseta, var fangelsaður tók hún hans stað. Maria Kolesnikova gekk til liðs við hana en Kolesnikova var kosningastjóri frambjóðandans Viktors Babariko. Babariko var hins vegar fangelsaður og ákvað Kolesnikova þá að beina kröftum sínum að framboði Tikhanovskaya. Veronika Tsepkalo gekk einnig til liðs við þær eftir að eiginmaður hennar sem hafði tilkynnt framboð til forseta flúði til Rússland með börn þeirra vegna hótana. Konurnar hafa vakið mikla athygli en Lúkasjenkó hefur gert lítið úr framboðinu og sagt þær „aumingja litlar stelpur“ og „grey.“ Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hvítrússneskt samfélag sé ekki tilbúið til að kjósa sér konu til forseta og að konur eigi ekki heima í stjórnmálum. Þá hefur hann haldið því fram að Tikhanovskaya sé strengjabrúða erlendra afla. Tugir þúsunda Hvít-Rússa leituðu á götur þegar ljóst var að stjórnvöld væru í nokkurs konar „herferð“ gegn stjórnarandstöðu. Blásið var til mótmæla í Minsk, höfuðborg landsins, sem voru stærstu mótmæli í landinu í áratug. Síðan kosningabaráttan hófst í lok maí hafa meira en 2000 einstaklingar verið handteknir samkvæmt tölum Human Rights Center Viasna. Kosningastjóri Tikhanovskaya, Maria Moroz, var handtekin í gærkvöldi að sögn framboðsins og hefur þeim verið gert ljóst að hún verði ekki leyst úr haldi fyrr en á mánudag. Þá var Maria Kolesnikova einnig handtekin en leyst úr haldi stuttu síðar. Þá hafa fregnir borist af því að internetaðgengi hafi verið mjög takmarkað í dag. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar telja það koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með framkvæmd kosninganna og auðveldi kosningasvindl.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28
Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06