Forsetaframbjóðandi missti af fyrsta framboðsfundinum vegna árásar leðurblöku Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2020 22:49 Jo Jorgensen mun kljást við Donald Trump og Joe Biden í nóvember næstkomandi. Getty/SOPA Forsetaframbjóðandi bandaríska Frjálshyggjuflokksins, háskólakennarinn Jo Jorgensen, sá sér ekki fært að mæta á fyrsta skipulagða viðburð kosningabaráttu hennar sem fara átti fram fyrr í dag. Jorgensen mun verja helginni í kosningaferð um suðurríkin Mississippi og Louisiana. Politico greinir frá því að aflýsa þurfti framboðsfundi Jorgensen eftir að hún var bitin af leðurblöku og þurfti að leita læknisaðstoðar til þess að fá hundaæðissprautu. Ekki er vitað hvernig það atvikaðist en Jorgensen grínaðist með atvikið á Twitter-síðu sinni þegar Twitter notandi sagði henni að til þess að öðlast ofurkrafta yrði hún að vera bitin af geislavirkri könguló. Batman hafi ekki verið bitinn af leðurblöku. Jorgensen svaraði um hæl og sagðist einfaldlega ekki vera Leðurblökumaðurinn. I'm not Batman. 😉— Jo Jorgensen (@Jorgensen4POTUS) August 8, 2020 Jorgensen ætlaði þó ekki að láta bitið stoppa sig frekar og sagðist ætla að taka þátt í öðrum viðburðum sem skipulagðir hafa verið um helgina. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun CNBS mælist Jorgensen með 2% stuðning kjósenda. Frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins hefur mest fengið 3,29% kosningu en það var Gary Johnson sem bauð sig fram á móti Donald Trump og Hillary Clinton árið 2016. Jo Jorgensen hefur áður verið í framboði en hún hlaut 0,5% kosningu sem varaforsetaefni Harry Browne 1996 og 2,2% kosningu í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir SC-4 í Suður Karólínu árið 1992. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Forsetaframbjóðandi bandaríska Frjálshyggjuflokksins, háskólakennarinn Jo Jorgensen, sá sér ekki fært að mæta á fyrsta skipulagða viðburð kosningabaráttu hennar sem fara átti fram fyrr í dag. Jorgensen mun verja helginni í kosningaferð um suðurríkin Mississippi og Louisiana. Politico greinir frá því að aflýsa þurfti framboðsfundi Jorgensen eftir að hún var bitin af leðurblöku og þurfti að leita læknisaðstoðar til þess að fá hundaæðissprautu. Ekki er vitað hvernig það atvikaðist en Jorgensen grínaðist með atvikið á Twitter-síðu sinni þegar Twitter notandi sagði henni að til þess að öðlast ofurkrafta yrði hún að vera bitin af geislavirkri könguló. Batman hafi ekki verið bitinn af leðurblöku. Jorgensen svaraði um hæl og sagðist einfaldlega ekki vera Leðurblökumaðurinn. I'm not Batman. 😉— Jo Jorgensen (@Jorgensen4POTUS) August 8, 2020 Jorgensen ætlaði þó ekki að láta bitið stoppa sig frekar og sagðist ætla að taka þátt í öðrum viðburðum sem skipulagðir hafa verið um helgina. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun CNBS mælist Jorgensen með 2% stuðning kjósenda. Frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins hefur mest fengið 3,29% kosningu en það var Gary Johnson sem bauð sig fram á móti Donald Trump og Hillary Clinton árið 2016. Jo Jorgensen hefur áður verið í framboði en hún hlaut 0,5% kosningu sem varaforsetaefni Harry Browne 1996 og 2,2% kosningu í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir SC-4 í Suður Karólínu árið 1992.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira