Bjarki Pétursson, úr GKG, er með tveggja högga forystu fyrir síðasta hringinn á Íslandsmínu í golfi en spilað er í Mosfellsbæ.
Bjarki leiddi einnig eftir fyrstu tvo hringina en í dag spilaði hann á 69 höggum og því náði Aron Snær Júlíusson aðeins að saxa á forystuna.
Aron Snær spilaði á 67 höggum í dag og er þar af leiðandi tveimur höggum á eftir Bjarka.
Keilismennirnir Rúnar Arnórsson og Axel Bóasson eru jafnir í 3. sætinu á fimm höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Bjarka.
Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér en lokahringurinn fer fram á morgun þar sem úrslitin ráðast.